top of page
tansy 42671182944_a7ae3da06d_k.jpg

Brúlesk

bru-logo.png.webp

Einstakt tækifæri til að sökkva sér í hinn spennandi heim burlesksins í öruggu og umvefjandi umhverfi.

Sveitasetrið Brú er í Grímsnesi, tæpan klukkutíma fyrir utan Reykjavík. Kennararnir eru á heimsmælikvarða og verður nóg í boði jafnt fyrir algjöra byrjendur og fagfólk í bransanum.

upp

Burlesk-helgi á Sveitasetrinu Brú, 4.-5. nóvember

kennarar

Kennarar

367429096_6383892258308_605544931953163540_n.jpg

Sigga Ásgeirs leiðir Sensual Fusion-tíma til að koma okkur í gang á laugardeginum og sunnudeginum. Sigga er frábær kennari með gríðarlega góðan tónlistarsmekk. Svo er hún bara svo helvíti skemmtileg í partýum. Sigga mun koma dögunum í gang með sensual fusion-leikfimi.

SENSUAL FUSION WARM UP

Laugardagur kl. 13:00-13:30

Sunnudagur kl. 9:30-10:30 

Sigga Ásgeirs

Screenshot 2022-03-21 at 17.14.28.png

Bobbie Michelle er ótrúlega skemmtilegur húllakennari og ein af þeim duglegustu í reykvísku senunni. Hún skemmtir allt frá leikskolabörnum yfir í að kenna steggjapartýum að twerka.

 

HOOPLESQUE

Laugardagur kl. 15:00-16:00

Húllahringir eru frabær leið til að kynnast propsi og flæði-leikmunum og skoða möguleikana. ATH Það þarf ekki að kunna að húlla til fara í þennan tíma.

Getustig: Frá byrjendum til framhalds.

Bobbie Michelle

Mr. Gorgeous ber nafn með rentu. Hann hefur grunn úr sirkus og er einn vinsælasti boylesque-dansari heims. Auk þess er hann búningahönnuður og hefur gert búninga fyrir Lady Gaga, Jinxx Monsson, Ben De La Creme og nú síðast fyrir Bob Fosse's Dancin' á Broadway. Mr. Gorgeous er einstaklega þolinmóður, ljúfur og gefandi kennari.

Námskeið:

CONNECTING WITH TH AUDIENCE

Laugardagur kl. 16:30-18:00

Húmor er ekki eina leiðin til að tengja við áhorfendur, en hann kemur okkur langt. Skilja áhorfendur okkar húmor? 

 

COSTUME WORK

Sunnudagur kl. 13:00-14:15 

Hvað er hægt að gera? Hvernig breyti ég venjulegri flík í flík sem hægt er að fara úr á sem saumlausastan (pun intended) hátt? 100 leiðir til að nota límbyssu og sitthvað fleira. 

Mr. Gorgeous

Sara Líf er mikilvægasta manneskjan í burlesk-senu Reykjavíkur um þessar mundir. Hán stjórnar með harðri, en jafnframt mjúkri loppu baksviðum og sýningum, og sinnir endalausri ósýnilegri vinnu á sýningum. Sara er sviðskettlingur og mun kenna listina að láta sýningu ganga smurt fyrir sig.

KETTLINGAVINNA

Sunnudagur kl. 14:30-15:45 

Mörg stíga sín fyrstu skref á burlesksviðið í gegnum kettlingavinnu. Sara mun kenna tæknivinnu, að raða upp sýningu, væntingastjórnun og segja grínsögur af baksviðsdramatik.

Sara Líf

mem 37357516181_20fe15a6e1_o.jpg

Margrét Erla Maack er burleskdrottning Íslands. Hún fann burleskið í New York og síðan hefur ekki verið aftur snúið. Margrét sérhæfir sig í ljósmóðurhlutverkinu, hjálpar fólki að stíga sín fyrstu skref og fæða atriði. 

BURLESK-BYRJENDATÍMI
Laugardagur kl. 13:30-14:45

Stiklað á stóru um hvað burlesk er og farið verður í grunnspor og hryfimynstur. Tíminn mun taka mið af getu þeirr nemenda sem skrá sig í tímann.


 

DANSAÐ Á MILLI BORÐA

Sunnudagur kl. 13:00-14:15

​Nýjasta tíska í burlesk-sýningum er að endurskapa heimapartý þriðja og fjórða áratugarins, þar sem fílingurinn er "heima í stofu." Þar er ekki hefðbundið svið, heldur sitja áhorfendur hist og her. Þetta er einnig munstrið í alls konar brönssýningum og annars konar sýningum þar sem borinn er fram matur. Margrét Maack og Gógó Starr kenna þennan tíma saman.
Getustig: Fyrir fólk sem hefur grunn í burlesk og stefnir á að koma fram á svona sýningum eða einfaldlega vera með skemmtiatriði í næsta partýi!

 

Margrét Maack

maísól KabarettRVK-Akureyri-4.jpg

Maísól er skemmtikraftur, myndlistarkona, framleiðandi og hámenntaður trúður! Maísól útskrifaðist sem truður frá The Commedia School í Kaupmannahöfn og mun kenna námskeið um trúðatækni sem nýtist í burlesk, dragi, sirkus og lífinu sjálfu.

BURLESK-TRÚÐURINN

Laugardagur kl. 14:45-16:00

Í grunninn er burlesk grínlist. Burle þýðir jú að grínast á ítölsku. Trúðatæknin hjálpar okkur að takast á við það óvænta sem gerist í lifandi skemmtun, hjálpar okkur að keyra atriðið áfram en einnig að stækka augnablikin sem við búum til. 

Getustig: Blandað. Hentar ævintýragjörnum byrjendum og fagfólki sem vill slípa sig. 

Maísól

gógó IMG_2964.JPG

Gógó Starr er dragdrottning og boylesque-skemmtikraftur og algjört hryfiafl í íslensku næturlífssenunni. Gógó verður nýkomin heim af Evrópuferðalagi á þessum tíma fersk og tilbúin að miðla öllu!
 

DANSAÐ Á MILLI BORÐA

Sunnudagur kl. 13:00-14:15

​Nýjasta tíska í burlesk-sýningum er að endurskapa heimapartý þriðja og fjórða áratugarins, þar sem fílingurinn er "heima í stofu." Þar er ekki hefðbundið svið, heldur sitja áhorfendur hist og her. Þetta er einnig munstrið í alls konar brönssýningum og annars konar sýningum þar sem borinn er fram matur. Margrét Maack og Gógó Starr kenna þennan tíma saman.
Getustig: Fyrir fólk sem hefur grunn í burlesk og stefnir á að koma fram á svona sýningum eða einfaldlega vera með skemmtiatriði í næsta partýi!

Gógó Starr

Tansy er einn mest spennandi burlesk-framleiðandi New York borgar. Hún breytti leiknum algjörlega fyrir nokkrum árum þegar hún setti á fót Tansy's Polite Society sem endurskapaði bóhemapartý þriðja og fjórða áratugarins. Tansy mun kenna dramatík, munúð og hvernig við segjum sögu í atriðinu okkar.

STAGE PRESENCE - Living in the present moment onstage
Laugardagur kl. 13:30-14:15

Njótum þess að koma fram og augnabliksins sem við sköpum með áhorfendum. Líkami, andlit, tenging. Algjör lúxustími í upphafi helgarinnar sem mun beintengja okkur á burlesk-bylgjulengdina.
Getustig: Fyrir fólk með reynslu. Er mikil áskorun fyrir algjöra byrjendur.

 

STORYTELLING IN BURLESQUE

How to develop your act

Sunnudagur kl. 14:30-15:45

Beislaðu hugmyndirnar þínar og segðu skýra sögu og bjóddu áhorfendum í ferðalag með þér. Tansy er menntuð leikkona og gerir nákvæmlega þetta listavel í atriðunum sínum. 
Getustig: Fyrir fólk með reynslu, en er skemmtilegt áheyrnar fyrir byrjendur. 

Tansy

Maine Attraction hefur verið kölluð The Triple Threat of Burlesque. Hún er dansari, söngkona, leikkona, leikskáld, aktívisti og framleiðandi. Maine er þekkt fyrir mikinn húmor og leiftrandi leikgleði og það er engin skemmtilegri baksviðs. 

BÓUR OG HANSKAR

Laugardagur kl. 16:30-18:00
Maine er algjör listamaður þegar kemur að því að nýta allt í atriðið. Bóan og hanskarnir eru eins og brúður og samleikarar í höndunum á henni og hún mun kenna öll sín trix.

Getustig: Námskeiðið hentar frá byrjendum til fagfólks. Ef þú átt hanska eða bóu, komdu með slíkt. Við verðum með eitthvað til láns fyrir þau sem eiga ekki slíkt.

ASK ME ANYTHING

Sunnudagur kl. 10:30-12:00

Maine hefur 25 ára reynslu úr burlesk-, stripp- og næturlífsbransa New Yorkborgar. Námskeiðið er mjög einfaldlega trúnó þar sem hún mun svara öllum spurningum, slúðra, grína og gefa endalausa lykla að alþjóðlegum burleskferli.

Getustig: Námskeiðið hentar frá byrjendum til fagfólks, og fólki sem einfaldlega vill heyra skemmtilegar sögur.

Maine Attraction

369489179_1362168801393598_6271281775423374593_n.jpg

Ava Gold er burleskdansmær, súludansari og myndlistarkona sem er landsins best i að bua til brjóstadúska!

GERÐU ÞÍNA EIGIN BRJÓSTADÚSKA

Sunnudagur kl. 10:30-12:00
Við komum með nóg af efnum, steinum, lími og dúskum og þú getur gert dúska sem henta þinni bringu fullkomlega. 

Getustig: Byrjendur-framhalds.

Ava Gold

stundatafla

Dagskrá

verð
Untitled.jpg
IMG_3279.jpg.webp

VERÐ

Verði er stillt í hóf og takmarkað pláss er í boði.

Laugardagur+sunnudagur, allt prógramm, matur, kaffi: 49.000

Laugardagur, allt prógramm, matur og kaffi: 36.000

Sunnudagur, allt prógramm matur og kaffi: 16:000

GISTING

Per nótt, ein í herbergi: 18.000

Per nótt, tvær í herbergi: 12.000​​

skráning
Tryggðu þér pláss
Hvað má bjóða þér?
Fyrsta greiðsla er 1. okt. Þú færð sendan reikning og rukkun í netbanka frá Margréti Erlu Maack. Má bjóða þér að skipta greiðslunni?
Gisting:
Select an option

Þú verður að segja okkur með hverjum þú ætlar að vera í herbergi, annars verðurðu í einbýli. Herbergin eru lítil og í flestum hjónarúm, svo við setjum ekki ókunnugt fólk saman í herbergi.

1. Force majeure: Ef veður verður til þess að aflýsa helginni á Brú verða námskeiðin í Reykjavík. Fólk fær gjafakort á Brú sem nemur gistingarupphæð.
2. Við ætlumst til þess að fólk hagi sér vel og beri virðingu fyrir öðrum. Brot á þessu þýðir brottrekstur og engin endurgreiðsla.

3. Ef þú þarft að hætta við komuna er full endurgreiðsla ef hætt er við með tveggja vikna fyrirvara, annars engin endurgreiðsla. Þér er velkomið að gefa eða selja öðrum plássið þitt.

Takk fyrir skráninguna, við verðum í sambandi.

bottom of page