UM MARGRÉTI
Margrét hefur starfað sem danskennari í 17 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.
Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.
Margrét á einnig að baki fjölmiðlaferil og hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV og Stöð 2.
SÓTTVARNIR
OG RÁÐSTAFANIR VEGNA COVID-19
Grímuskylda þegar gengið er í hús og að tímanum loknum en ekki á meðan tímanum stendur þar sem við munum geta haldið tveggja metra fjarlægðartakmörkunum.
Sóttvarnir núna segja að 50 manns megi koma saman í íþróttaiðkun, en til að vera alveg örugg hef ég 30 pláss í hverjum tíma, auk kennara. Þetta getur að sjálfsögðu breyst og munu tölur verða uppfærðar á þessari síðu.
Ég verð með fimm danstíma í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði 16. og 17. apríl. Tímarnir eru unnir í samstarfi við Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Að auki býð ég upp á danstíma fyrir nemendur Fjölbrautarskóla Austur-Skaftafellssýslu og unglinga í Félagsmiðstöðinni Þrykkjunni.
Föstudagur 16. apríl:
17:30: Drag og Vogue
18:30: Hristur og twerk - örfá pláss laus
Laugardagur 17. apríl:
13:00: Magadans
14:15 Beyoncé - örfá pláss laus
15:30 Burlesque
Verð:
Eitt námskeið 3500 kr
Tvö námskeið 6500 kr
Þrjú námskeið 8400 kr
fjögur námskeið 9600 kr
fimm námskeið 10.500 kr
Þú skráir þig í gegnum gula formið og ég hef svo samband innan sólarhrings.
Nánar um dansstílana er að finna neðar á síðunni. Allir tímar miða að byrjendum en eru þannig að fólk með reynslu hefur líka mjög gaman af þeim.
Athugið að tímarnir henta konum með barn undir belti, ef þær eru ekki með grindargliðnun og eru almennt hraustar.
Ég minni á að það er takmarkað pláss í tímana svo ég hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst til að missa ekki af plássi.
DRAG/VOGUE
föstudagur kl. 17:30
Vantar þig góð spor á dansgólfið? Elskarðu RuPaul's Drag Race? Við lærum nýdiskó og vogue, við frábára tónlist. Í tímanum förum við stutt yfir sögu dansins, förum í grunnspor og lærum stuttan dans auk þess að stúdera dragkaraktera.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Berfættar eða innanhúsúíþrottaskór.
Lengd tíma: 60 mínútur
MAGADANS
laugardagur kl. 13:00
Dansinn úr austrinu þar sem dulúð og mjaðmahnykkjum er blandað saman í ljúfan kokkteil sem styrkir bak og maga. Magadans er aldagamall dans þar sem kvenlíkaminn nýtur sín og unnið er með hvern og einn líkama. Margrét sjálf byrjaði í magadansi vegna bakverkja og opnaði hann fyrir henni heim sjálfsástar og líkamsvirðingar. Í tímanum förum við stutt yfir sögu dansins, förum í grunnspor og lærum stuttan dans.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Berfættar. Margrét kemur með peningabelti til að binda um mjaðmir... og nei, það þarf ekki að sýna magann frekar en hver og ein vill.
Lengd tíma: 60 mínútur
BURLESQUE
laugardagur kl. 15:30
Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár og er Margret frumkvöðull formsins á Íslandi. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Örsnöggt farið yfir sögu burlesquesins, upphitun, grunnspor og dans við lagið Why don't you do Right? með Julie London.
Námskeiðið er ætlað konum yfir 18 ára.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar, dansskór sem fara vel með gólf eða berfættar.
Lengd tíma: 70 mín
HRISTUR OG
TWERK föstudagur kl. 18:30
Skemmtilegur tími þar sem jafnt er losað um mjaðmir og hláturtaugar. Góðum partýtýrikkum lofað sem og frábærri tónlist. Öðruvísi þolæfingar og gott hláturskast. Farið er í shimmy, twerk, booty clap og sitthvað fleira.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Berfættar eða í innanhússíþróttaskóm.
Lengd tíma: 60 mínútur
BEYONCÉ
laugardagur kl. 14:15
Hársveiflur, twerk og almenn skvísulæti í anda poppdrottingarinnar. Upphitun, grunnspor, samhæfing, twerk og fleira. Í lok tímans lærum við dans við Single Ladies.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Innanhússíþróttaskór.
Lengd tíma: 60 mínútur
"Það voru ekki liðnar 5 mínútur af fyrsta tímanum þegar ég hóf að dansa sem aldrei fyrr. Þessar fyrstu mínútur voru skemmtilegri en öll fjórtán árin mín í ballet til samans og eftir tímann skokkaði ég sveitt og hamingjusöm heim. Ég bæði lærði að dansa á nýjan hátt og að meta líkama minn. Allt í einu spilaði hamborgararassinn minn lykilhlutverk í danssporum, aldrei hefði ég trúað því."
- Anna Margrét, nemandi
ALGENGAR
SPURNINGAR
Er erfitt að taka tvo, jafnvel þrjá tíma í röð? Erfiðleikarnir felast aðallega í einbeitingu, en á laugardeginum er korters pása á milli tímana til að fríska sig við. Á föstudeginum er markmiðið að dansa af sér vikuna, og þeir tímar eru ákveðin útrás. Á laugardeginum er magadansinn rólegur, Beyoncé er svitatími og burlesque-ið er rólegt. Þegar ég hef komið með svona dansdag er um það bil helmingur þáttakenda sem taka tvo eða fleiri tíma.
Ég hef engan dansbakgrunn, er með tvo vinstri fætur og er taktlaus.... get ég mætt? Uh, frábært! Ég sérhæfi mig í að kenna fólki eins og þér. Ef allir kynnu að dansa væri ég atvinnulaus. Oftast snýst þetta um samhæfingu og hana er hægt að læra og æfa og feika. Ég kenni ykkur að vinna með það sem þið getið og hafið.
Er aldurstakmark? Börn eru mismunandi eins og þau er mörg. Leiðbeinandi aldurstakmark er 13 ára. Ég tala mikið um grindarbotn, samfarahreyfingar og slíkt, svo þið berið ábyrgð á ykkar barni. Burlesque-ið er þó í grunninn strippdans, svo þar er 18 ára aldurstakmark.
Ég verð með einn ókeypis tíma í Þrykkjunni á föstudagskvöldinu fyrir unglinga.