top of page

Ég kenni dansnámskeið í Kramhúsinu, sem hefur verið kallað G-blettur 101, og ekki að ástæðulausu. Í Kramhúsinu er líkamsvirðing í hávegum höfð og virðing er borin fyrir því að fólk kemur á dansnámskeið á alls konar forsendum, og fyrst og fremst til að rækta geðið. Ég tek einnig við hópum í sérsniðna hópatíma, t.d. vinnustaða- eða vinahópa, gæsa- eða steggjapartý

 Ef þú vilt að ég hnippi í þig þegar skráning á næstu námskeiðin mín byrjar, þá geturðu fyllt út þetta form hér: 

PÓSTLISTI

Þetta form er skráning á póstlista, ekki skráning á námskeið. Skráning á námskeið er á heimasíðu Kramhússins.

Það voru ekki liðnar 5 mínútur af fyrsta tímanum þegar ég hóf að dansa sem aldrei fyrr. Þessar fyrstu mínútur voru skemmtilegri en öll fjórtán árin mín í ballet til samans og eftir tímann skokkaði ég sveitt og hamingjusöm heim. Ég bæði lærði að dansa á nýjan hátt og að meta líkama minn. Allt í einu spilaði hamborgararassinn minn lykilhlutverk í danssporum, aldrei hefði ég trúað því. 

- Anna Margrét, nemandi

Takk fyrir að skrá þig! Ég verð í sambandi.

733b62_705aba54f1c34bf5a28fc21135dbb67d~

GÆSANIR, STEGGJANIR, HÓPEFLI

​Á föstudögum og laugardögum get ég tekið við hópum í sérsniðna hópatíma í Kramhúsinu.

Klukkutíma danstími er mjög vinsæll í gæsa- og steggjapartýum, hópefli fyrirtækja, afmælum og óvissuferðum og eru skemmtileg leið til að hrista hópinn saman, bókstaflega.​ Ég get einnig komið til ykkar - í heimahús eða á vinnustað en það er dýrara en að koma í Kramhúsið.

Burlesque, Broadway, 

Beyoncé, Rocky Horror, Lizzo, Bollywood, klappstýrufjör, Tina Turner, magadans, Lady Gaga, Chicago, 1920s...

43527248_10161736001015285_4140829320702

BURLESQUE-

NÁMSKEIÐ

FRAMHALDS

Þetta námskeið er fyrir þær sem hafa lokið í það minnsta einu burlesque-námskeiði í Kramhúsinu og langar að sýna. Námskeiðið hverfist utan um að búa til atriði. Námskeiðinu lýkur með sýningu. Athugið - því meira sem þú kemur með á námskeiðið i formi hugmynda, því meira færðu út úr því. Skráning er ekki hafin, en skráðu þig á póstlistann hér til hliðar til að fá hnipp þegar hún hefst. Uppselt er á námskeiðið sem hefst i september 2020 - skráðu þig á póstlistann hér til hliðar til að fá hnipp þegar skráning á næsta námskeið hefst.

733b62_89edf51e28074f9db7522602018465ed~

BROADWAY-

DANSNÁMSKEIÐ

Allar klisjurnar, jazz-hendurnar og einn söngleikur eða stíll tekinn fyrir í hverjum tíma. Óhuggulega gaman og það má koma í búning! Það er ekki Broadwaynámskeið á dagskrá núna í haust því ég er enn með svo lítið barn, en kannski eftir áramót.

733b62_0205d0adfaa643a9946b3461cf411668~

BURLESQUE-

NÁMSKEIÐ,BYRJENDUR

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Burlesque er 

kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Markmið námskeiðsins er að kveikja á þokkanum og baða sig í dýrðarljóma liðinnar tíðar. Sérstök áhersla á þessu námskeiði verður á hreyfingar og dansinn sjálfan. Uppselt er á námskeiðið sem hefst i september 2020 - skráðu þig á póstlistann hér til hliðar til að fá hnipp þegar skráning á næsta námskeið hefst.

197ea9-20190104-lizzo-juice-2-jpg-2.jpg

LIZZO-

DANSNÁMSKEIÐ

Beyoncé-tímar í Kramhúsinu hafa heldur betur slegið í gegn en nú er kominn tími á að heilsa upp á aðra dívu, enga aðra en Lizzo. Tónlist Lizzo og dansspor eru uppfull af gleði, dívulátum, húmor og næringu!  Námskeiðið hentar fólki með engan og allskyns dansbakgrunn og er hugsað sem útrás við skemmtilega samtímatónlist.

51049376_2028681470582713_54745146772642

BEYONCÉ-

DANSNÁMSKEIÐ

Beyoncé-tímar í Kramhúsinu hafa heldur betur slegið í gegn og munu þessir tímar nota tónlist og spor í anda gyðjunnar. Aðrar samtímadívur fá að slæðast með. Námskeiðið hentar fólki með engan og allskyns dansbakgrunn og er hugsað sem útrás við skemmtilega samtímatónlist.

póstlisti
bottom of page