Vinsamlega athugið: Ég tek ekki að mér fleiri skemmtanir
föstudags- eða laugardagskvöld út árið 2025.
Burlesque- og húllanámskeið
í Stöðinni, Ísafirði, föstudaginn langa 2025
Burlesque-, sirkus- og kabarettmeyjarnar Margrét Erla Maack og Róberta Michelle Hall verða með námskeið í Stöðinni á Ísafirði 18. apríl, föstudaginn langa. Nánar má lesa um stílana, tímana og kennarana hér að neðan.
15:00 Diskó-Húlla með Róbertu
16:10 Burlesque með Margréti
Verð:
Einn tími kostar 3900
Tveir tímar kosta 6900
Þú skráir þig í gegnum formið hér að ofan og þú færð kvittun og rukkun í heimabankann þegar lágmarksfjölda hefur verið náð. Allir tímar miða að byrjendum en eru þannig að fólk með reynslu hefur mjög gaman að þeim.
Athugið að tímarnir henta konum með barn undir belti, ef þær eru ekki með grindargliðnun og eru almennt hraustar.
15:00 DISKÓ-HÚLLA
Það er hægt að húlla á öllum líkamanum, ekki bara á mjöðmunum! Í tímanum verður farið í undirstöður húllaflæðis og að vinna með húllahring við dúndrandi diskótónlist. Róberta er ein af frumkvöðlum hooplesque-sins á Íslandi. Vinsamlega athugið að það þarf alls ekki að kunna neitt að húlla til að njóta tímans. Róberta kemur fullt af húllahringjum með sér til láns!
Lengd tíma: 60 mín
16:10 BURLESQUE
Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár og er Margrét frumkvöðull formsins á Íslandi. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi og sveipaðu þig dýrðarljóma liðinnar tíðar. Farið verður í grunntækni og kóreógrafíu.
Lengd tíma: 60 mín



















Algengar spurningar

"HVERJU ER
BEST AÐ KLÆÐAST?
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Má vera sexí! Dansskór sem ekki fara illa með gólfið,, íþróttaskór, berfættar eða í sokkum. Mögulega er gólfið kalt. Við mælum líka með að setja á sig varalit.

ERU TÍMARNIR
BARA FYRIR
KONUR?
Langflest sem mæta eru konur en öll eru velkomin sem taka þátt í tímanum með gleði og það markmið að læra eitthvað.

ALDURS-
TAKMARK
Er aldurstakmark? Burlesque-ið er í grunninn strippdans, sem kemur úr vændiskúltúr, svo í þann tíma er 18 ára aldurstakmark. Það er þó ekkert aldurstakmark í hina áttina!

VERÐUR
EITTHVAÐ SJÓV
Í TENGSLUM VIÐ TÍMANA?
Því miður ekki í þetta sinn.

"ÉG KANN EKKI
AÐ DANSA"
Ég hef engan dansbakgrunn, er með tvo vinstri fætur og er taktlaus.... get ég mætt? Uh, frábært! Við sérhæfum okkur í að kenna fólki eins og þér. Ef allir kynnu að dansa værum við atvinnulausar.
Oftast snýst þetta um samhæfingu og hana er hægt að læra, æfa og feika. Við kennum ykkur að vinna með það sem þið getið og hafið.

LÍKAMLEGT
ÁLAG
Er erfitt að taka tvo tíma í röð? Erfiðleikarnir felast aðallega í einbeitingu. Burlesque-ið er ekki sérstaklega mikill hasartími, en húllað reynir á. Um það bil helmingur þáttakenda taka báða tímana.
Þú þekkir líkamann þinn best og hans mörk. Það er auðvelt í danstíma að taka því rólega eða gefa í sitt á hvað, aðeins stíga til hliðar ef álagið er mikið og vera í rýminu þar sem þér líður best.

ÁHORFENDUR
Má ég koma að horfa? Nei - eins og segir í Friends: You dance a dance class. Danstíminn er fyrir þau sem taka þátt. Mjög oft er fólk að stíga út fyrir þægindarammann og það passar ekki að það séu áhorfendur.
Um Róbertu
Róberta Michelle Hall blandar saman sirkus og burlesque. Hún hefur húllað í fjölda ára og fann húllinu farveg í gegnum burlesque-ið. Róberta lærði hjá Margréti í Kramhúsinu en kemur núna fram með alls konar hópum: Á Kjallarakabarett í Þjóðleikhús-kjallaranum, Búkalú, og Sðabrók auk þess að vera með eigin mánaðarlegar sýningar á Kiki. Róberta er mikil talskona þess að öll geta eitthvað og miðlar tækninni sinni af leiftrandi húmor og gleði. Hún kemur fram fyrir fullorðna undir nafninu Bobbie Michelle en fyrir fólk á öllum aldri undir nafninu Húllumhæ Húllastelpan.
Róberta sótti húllanámstefnu í Costa Rica á síðasta ári og hefur komið fram í Folkteatern í Gautaborg, Telefonfabrikken í Stokkhólmi, Ravintola Waiski í Helsinki, Rust í Kaupmannahöfn og á Nurse Bettie og Club Cumming í New York.
Um Margréti
Margrét hefur starfað sem danskennari í 20 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.
Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu og er núna í söngleiknum Þetta er Laddi! við sama hús. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.