Leynidanstímar í Vesturbænum haust 2022
Tímar fyrir stálpaðar stelpur og stálp ásamt mömmum, stórum frænkum, stórum systrum, stjúpmömmum, sparimömmum og jafnvel frískum ömmum þeirra. Miðað er við ca 10 ára og eldri en þroskuð yngri deild slædar alveg. Við tölum um að dansa okkur í gegnum túrverki, um líkamann okkar og grindarbotn, svona til viðmiðunar. Tímarnir eru mótvægi við neikvæðri líkamsmynd og til að læra á síbreytilegan líkama, að þykja vænt um hann en á sama tíma taka hvorki sig né hann of hátíðlega. Gæðastund, geðrækt og gleði.
Tímarnir hefjast 5. október og eru á miðvikudögum kl. 18-19. Hægt er að kaupa allt tímabilið út nóvember eða bara október.
Tímarnir eru á Dansverkstæðinu við Hjarðarhaga, en fyrsti tíminn er sundballet og leikir í Vesturbæjarlaug.
verð
Október (4 tímar)
Fyrir fullorðna+1: 23.000
Fyrir fullorðna+2: 28.000
Fyrir fullorðna+3: 31.000
Október+nóvember (9 tímar)
Fyrir fullorðna+1: 46.000
Fyrir fullorðna+2: 56.000
Fyrir fullorðna+3: 62.000
Í fyrsta tímanum förum við í sundballett og samhæfingarleiki. Í þeim næsta förum við í Bollywood og svo mun hópurinn ráða för. Ég kann fullt af dönsum og get sett mig inn í nánast hvaða stíl sem er. Beyoncé, Drag, Lizzo, magadans, Broadway, Freestyle, klappstýrufjör, 1920s, Bugsy Malone, Moulin Rouge... möguleikarnir eru endalausir. Leiðarljós eru sjálfsvirðing, gleði, geðrækt, skemmtileg hreyfing, fíflagangur, núvitund og gæðastund.
Algengar spurningar
"ÉG KANN EKKI
AÐ DANSA"
Ég hef engan dansbakgrunn, er með tvo vinstri fætur og er taktlaus.... get ég mætt? Uh, frábært! Ég sérhæfi mig í að kenna fólki eins og þér. Ef allir kynnu að dansa væri ég atvinnulaus. Oftast snýst þetta um samhæfingu og hana er hægt að læra og æfa og feika. Ég kenni ykkur að vinna með það sem þið getið og hafið.
ÁHORFENDUR
Má koma að horfa? Nei - eins og segir í Friends: You dance a dance class. Danstíminn er fyrir þau sem taka þátt. Mjög oft er fólk að stíga út fyrir þægindarammann og það passar ekki að það séu áhorfendur.
ALDURS-
TAKMARK
Er aldurstakmark? Börn eru mismunandi eins og þau er mörg. Leiðbeinandi aldurstakmark er 10 ára. Ég tala mikið um grindarbotn og kvenlíkamann. Og það er ekkert aldurstakmark í hina áttina!
ERU TÍMARNIR
BARA FYRIR KONUR?
Langflest sem mæta eru konur en öll eru velkomin sem taka þátt í tímanum með gleði og það markmið að læra eitthvað. Mig langar samt að þetta sé safe space frá gauramenningu sem á það til að gegnsýra allt á þessum aldri.
LÍKAMLEGT
ÁLAG
Tímarnir eru mjög mismunandi hvað varðar líkamlegt álag. Í fyrstu tímunum er ég að lesa hópinn og hvað við getum gert. Dans er líka þess eðlis að þú gerir eins og þinn líkami og þol leyfir.
Þú þekkir líkamann þinn best og hans mörk. Það er auðvelt í danstíma að taka því rólega eða gefa í sitt á hvað, aðeins stíga til hliðar ef álagið er mikið og vera í rýminu þar sem þér líður best.
Um Margréti
Margrét hefur starfað sem danskennari í 18 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.
Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.
Margrét hefur einnig starfað í fjölmiðlum og hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV, Stöð 2 og starfar nú á Hringbraut.
Umsagnir
"Mér fannst frábært að fá innlit í sögu dansana og tenginguna milli þeirra, hefði ekki vilja missa af neinu í þessari upplifun. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu mikil sjálfstyrking, pepp og húmor var í gangi."
"Ég kveið mjög fyrir að mæta, því ég er algjörlega hreyfiheft með öllu, en svo var bara svo gaman!"
"Þetta reyndi á alla þætti likamans; andlega og líkamlega. Ég fór alsæl heim 😍 sæl, þreytt og glöð, og algjörlega tilbúinn að fara á fleiri svona námskeið 😀"
"Takk takk þú ert svo dásamleg fyrirmynd."
"Já vil þakka fyrir mig og VÁ hvað Margrét er góður og flottur dansari. Og hvað hún gat látið mig öðlast mikið sjálfstraust með líkamann minn á svona stuttum tíma.TAKK MARGRÉT ERLA SVO MIKIÐ❤"
"Takk fyrir að koma til okkar og komdu sem oftast. Þetta var alveg dásamlegt og nauðsynlegt að hrista aðeins uppí innri dívunni í okkur, nærandi fyrir líkama OG sál <3"
"Ég var rosalega ánægð með tímana og finnst Margrét rosalega blátt áfram, lífleg og góður kennari. Hlakka til að gera meira 🙂"