Þegar ég svara fyrirspurnum fer svarið stundum í ruslapósthólfið. Athugið þar ef þið hafið ekki fengið svar frá mér eftir 48 tíma.
Komið þið sæl! Þetta er snjalltækjaúgáfan af síðunni minni. Tölvu-útgáfan af síðunni minni er mun ítarlegri en þessi síða. Hér er hægt að hefja samtal um bókanir hvort sem um er að ræða veislustjórn, skemmtiatriði, gæsa- og steggjapartý, hópeflisdanstíma, pubquiz eða plötusnúðun. Verð fer alltaf eftir umfangi og fyrirhöfn, t.d. fjölda fólks, staðsetningu og svo framvegis, svo gott er að hafa sem allra mestar upplýsingar.
Fyrir neðan bókunarformið er svo allt það sem ég býð upp á.
Veislustjórn sem blandar saman sirkus, magadansi, hnífakasti, sverðgleypingum og ýmsu fleiru. Ég get fléttað inn alls konar atriðum sem henta ykkar partýi og þema.
VEISLUSTJÓRN
- algengast og vinsælast -
Þetta er langvinsælasta atriðið mitt. Byrjar með því að ég sprengi utan af mér blöðrur, gleypi síðan blöðru og er með hnífakast. Sjálfboðaliði úr sal hjálpar til. Auðvelt er að laga atriðið að þema veislunnar hvað varðar tónlistarval, lit á blöðrum og þess háttar. Fyndið, sexí og eftirminnilegt. Athugið að hluti atriðisins krefst þess að ég banni myndatökur.
BLÖÐRUATRIÐI
Ég býð upp á alls kyns stíla sem henta mismunandi hópum. Í rauninni get ég sett mig inn í næstum hvaða stíl sem er fyrir hópinn ef fyrirvarinn er nógur. Algengast er að koma í svona tíma í gæsapartýi en ég tek einnig að mér vinnustaða- og ópa sem vivinahlja lyfta sér á kreik. Ég get bæði komið til ykkar og tekið við ykkur í Kramhúsinu. Í upphitun les ég hópinn þannig að það sem þið lærið er ekki of erfitt, en þó áskorun fyrir hópinn. Algengustu tímarnir þessa dagana eru Beyonce, twerk special, burlesque og Bollywood en ég get sett mig inn í næstum hvaða stíl sem er fyrir ykkur. Hér er gott próf til að taka ef þú ert í vafa með hvað hentar hópnum þínum.
DANSTÍMI
FYRIR HÓPINN ÞINN
Að loknu borðhaldi er sniðugt að blása til danskennslu, til að losa um hátíðlega stemmingu og koma öllum út á gólfið. DJ eða hljómsveit byrjar þá með stappað gólf. Ég segi að þetta sé algjört möst til að brúa bilið á milli borðhalds og partýs. Bollywood og Beyoncé er vinsælast þessa dagana en ég á auðvelt með að setja mig inn í næstum hvað sem er og matreiða það á skemmtilegan, eftirminnilegan og knappan hátt.
DANSKENNSLA
til að koma dansgólfinu af stað
Við Gógó Starr, dragundur, erum vinsæll skemmtipakki í veislum. Við hentum einstaklega vel í veislur þar sem ekki allir tala íslensku þar sem atriðin okkar eru sjónræn. Drag, burlesque, og hentum í alls konar þemapartý og getum lagað atriðin okkar að ykkar veislu. Við bjóðum upp á allt frá hálftíma skemmtun og yfir í veislustjórn sem spannar borðhald og getum einnig tekið að okkur að plötusnúða í partýinu.
MARGRÉT + GÓGÓ
skemmtiatriði / veislustjórn
Við Daniel Polekington, súludansvíkingur, eigum 20 mínútna prógramm sem hentar afar vel seint að kvöldi í partý þar sem lítið fer fyrir brjóstið á fólki. Athugið að súlan hans þarf i það minnst 3 metra lofthæð og passa verður upp á að ákveðin fjarlægð sé frá áhorfendum. Allt káf bannað.
Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa.
MARGRÉT + POLEKINGTON
20 mínútna sirkus/burlesque
Magadans hristir sannarlega upp í partýinu. Eftir atriðið kenni ég svo nokkur spor til að auðvelda meltinguna. Þetta er skemmtilegt sem fyrsta atriði eða á milli for- og aðalréttar eða til að koma dansgólfinu af stað eftir borðhald!
MAGADANS
Stuðvinkonur Íslands geta boðið upp á allt frá hálftíma skemmtiprógrammi og upp í heilt kvöld af veislustjórn og skemmtiatriðum. Magadans, sirkusbrögð, sjálfboðaliðaatriði með vindvélum og töfrabrögð svo fátt eitt sé nefnt. Við Maísól bjóðum einnig upp á að stjórna karaoke. Getum blandað saman karaoke og plötusnúðun. Skemmtilegt í skemmtilegum partýum, agalegt í leiðinlegum partýum. Við komum með okkar eigin vindvélar.
MARGRÉT + MAÍSÓL
skemmtiatriði / veislustjórn
Ég er með heilan Bollywood-danshóp á mínum snærum. Best er að fá hópinn í lok borðhalds og leiða svo alla í stóran Bollywood-dans til að koma dansgólfinu af stað. "Bollywoodhópurinn var hápunktur á vel heppnaðri árshátíð. Sýningin var flott og þær hrifu alla með og hristu saman í dans. Við vorum öll mega ánægð með þær og mælum eindregið með þeim." - Friðgeir Torfi, Meniga
BOLLYWOOD
Pubquiz hentar í mannfögnuðum sem eru ekki mjög hátíðlegir. Ég get bæði boðið upp á hefðbundið pubquiz eða pubquiz þar sem fólk svarar með símunum sínum. Lítið mál er að aðlaga pubquiz-ið að þema veislunnar, að fyrirtækinu sjálfu eða heiðursgestinum í afmæli eða steggjun/gæsun.
PUB-QUIZ
Við Lalli töframaður erum vinsæll veislustjóradúett. Við blöndum saman kabarettskemmtun ýmiskonar við hefðbundna veislustjórn. Ef þú ert með okkur tvö þarftu engin önnur atriði - við erum heildræn skemmtilausn. Fyndið, frumlegt, fjölbreytt, fullorðins og skothelt prógramm. Bjóðum allt frá hálftíma skemmtun yfir í heilt kvöld.
MARGRÉT + LALLI
skemmtiatriði / veislustjórn
Sniðugt er að búa til dansatriði með partýnefnd eða framkvæmdastjórn. Tvær til þrjár æfingar eru oftast nóg, og ég dansa svo með ykkur á kvöldinu sjálfu. Svona þarf að ákveða með góðum fyrirvara til að hægt sé að finna tíma sem hentar öllum þátttakendum, já og mér. Hér leiði ég hluta þýska handboltalandsliðsins í Single Ladies.
DANSATRIÐI
MEÐ STARFSFÓLKI
Rauða köguratriðið mitt er það atriði sem er vinsælast að bóka á burlesque-hátíðir víða um heim. Það var "headliner"-atriðið mitt þegar ég sýndi á Best of Burlesque á Fringehátíðinni i Edinborg og var líka eitt af aðalnúmerunum á London Burlesque Festival. Erlendis sýni ég það við Think með Aretha Franklin en hér heima sýni ég það við hið stórkostlega Slappaðu af með Flowers og er það tileinkað öllum konum sem hefur verið sagt að slappa af. Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa. Burlesque á það þó til að stuða fólk - svo ég mæli með að pakka því inn með öðrum atriðum - ekki bara aleitt burlesque-atriði. Það virkar best að fá einn skemmtikraft með mér og við búum til 15-20 mínútna sýningu. Hentar best yfir desert.
RAUÐA ATRIÐIÐ
(BURLESQUE)
Glamúr og partý! Fjaðrir, perlur og ELDUR! Vinsamlega athugið fyrirfram hvort ég megi vera með eld (eldurinn er aðeins stærri en tvö sprittkerti). Einnig þarf að vera hægt að dimma ljós á smekklegan hátt, ekki slökkva með takka. Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa. Burlesque á það þó til að stuða fólk - svo ég mæli með að pakka því inn með öðrum atriðum - ekki bara aleitt burlesque-atriði. Það virkar best að fá einn skemmtikraft með mér og við búum til 15-20 mínútna sýningu. Hentar best yfir desert eða sem leynigestsatriði á miðnætti.