NÆSTU GIGG // NEXT GIGS
3. feb: Kjallarakabarett: Hver drap Gógó Starr?
Kjallarakabarett kynnir: Hver drap Gógó Starr?
Fjöllistasýning með morðgátu-ívafi þar sem allt getur gerst!
Spennuþrungin og stórskemmtileg kvöldstund þar sem áhorfendur fylgjast með fjölbreyttum atriðum og reyna að komast til botns í morðgátu kvöldsins: Hver drap Gógó Starr?
Var það tæknimaðurinn? Sviðsstjórinn? Eða ákvað einn af performerunum að myrða kynni kvöldsins? Spennan magnast.
Athugið að áhorfendur þurfa einungis að sitja og njóta sýningarinnar, svo skiljið stækkunarglerin eftir heima.
4. feb: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hóeflistíma eð blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
"Eftir að hafa farið til Margrétar Erlu sjálf um árið þegar ég var gæsuð og nú nýlega aftur í burlesque-tíma í annarri gæsun – þá er ég star-struck. Það er svo miklu meira en bara jákvæð líkamsímynd sem hún smitar mann af í kennslunni, heldur er líka unun að verða vitni af heilbrigðu sjálfstrausti, kynþokka og yfirvegun. Styrkurinn og fagmennskan nær langt fram yfir fingurgóma og hárlokka og það er ótrúlega mikið lagt í eina svona kennslustund, sem er aðlöguð að hverjum hópi. Frábær, frábær, frábær!"
- Guðrún Inga Torfadóttir, gæs og gæsandi
11. feb: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hóeflistíma eð blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
„Við vorum gæsahópur sem þekktist ekki mikið en völdum Burlesque með Margréti Erlu Maack og þvilikt sem það var góð ákvörðun. Við frelsandi dansinn leystist úr læðingi innri tjáningarkraftur sem sýndi okkur í fegurstu mynd. Það myndaðist sameining í því að fagna kynverum í öllu formi og deila nektinni saman í lokanúmerinu (brjóstadúskaæfingum)! Mæli eindregið með frábærri upplifun!“
- Jóhanna Ella og fylgigæsir
4. feb: Sundballettinn Eilífðin á Sundlauganótt
Við sundballettsystur verðum á þremur stöðum!
16:00 Salalaug
18:00 Grafarvogslaug
20:00 Breiðholtslaug
Systurnar Margrét Erla og Vigdís Perla leiða sundballetttíma þar sem sameinast fíflagangur, þokki, spor og leikir. Tímarnir fara fram í innilaug og henta fólki með fjölbreytta hreyfigetu og má taka þátt eins og geta hvers og eins leyfir. Æfingar eins og þvottavélin, brauðrist og strandverðir verða á sínum stað að ógleymdum hápunkti tímans, höfrungnum. Við sköffum sundhettur til láns.
Þátttakendur þurfa að ná til botns eða vera með kúta. Fullorðnir bera ábyrgð á sínum börnum.
Sundballethópurinn Eilífðin eru systurnar Margrét Erla Maack, fjöllistadís og Vigdís Perla Maack, sviðslistakona. Hópurinn var stofnaður 2017 en stefnir nú að því að stækka hópinn. Verkefnið er hluti af Sundlauganótt Reykjavíkurborgar á Vetrarhátíð og Sundlauganótt í Kópavogi. Ókeypis er í sund þennan dag og er tíminn þátttakendum að kostnaðarlausu.
17. feb: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hóeflistíma eð blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
"Við vorum tíu manna steggjahópur sem mætti á Magic Mike danskennslu hjá Möggu Maack og við skemmtum okkur hreinlega konunglega. Dansinn reyndist eftir á vera það mest ómissandi við okkar dagskrá þennan daginn því þetta hristi hópinn svo mikið saman. Við vorum nokkrir vel feimnir í upphafi tímans sem urðum talsvert hressari og opnari eftir að Magga dró okkur út úr skelinni. Svo skemmir ekki fyrir að maður lærir raunverulega nokkra takta sem munu koma manni gríðarlega vel á dansgólfinu. Dagskráin hennar Möggu rammaði inn daginn og þetta er klárlega eitthvað sem enginn hópur ætti að láta framhjá sér fara."
-Oddur Ævar Gunnarsson