NÆSTU GIGG // NEXT GIGS
7. okt: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
FULLBÓKAÐUR DAGUR
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hópeflistíma eða blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
„Eftir að hafa farið til Margrétar Erlu sjálf um árið þegar ég var gæsuð og nú nýlega aftur í burlesque-tíma í annarri gæsun – þá er ég star-struck. Það er svo miklu meira en bara jákvæð líkamsímynd sem hún smitar mann af í kennslunni, heldur er líka unun að verða vitni af heilbrigðu sjálfstrausti, kynþokka og yfirvegun. Styrkurinn og fagmennskan nær langt fram yfir fingurgóma og hárlokka og það er ótrúlega mikið lagt í eina svona kennslustund, sem er aðlöguð að hverjum hópi. Frábær, frábær, frábær!“
- Guðrún Inga Torfadóttir, gæs og gæsandi
9. okt: Skvísulæti í Kramhúsinu, nýtt námskeið
UPPSELT
Alls konar gellumúsík er allsráðandi. Nemendur mega endilega koma með óskalög til að nota í upphitun og í rútínum. Tímarnir henta byrjendum og lengra komnum. Til grundvallar verða stuð, rassaskvettur og gellulæti. Tímarnir liðka og styrkja mjaðmir, bak og maga en eru fyrst og fremst geðrækt á mánudegi.
Best er að klæðast þægilegum léttum fatnaði og vera annað hvort með íþróttaskó eða berfættur.
Nýtt námskeið hefst í október, skráðu þig á póstlistlann minn til að fá hnipp þegar það hefst:
6. okt: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hópeflistíma eða blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
„Við vorum gæsahópur sem þekktist ekki mikið en völdum Burlesque með Margréti Erlu Maack og þvilikt sem það var góð ákvörðun. Við frelsandi dansinn leystist úr læðingi innri tjáningarkraftur sem sýndi okkur í fegurstu mynd. Það myndaðist sameining í því að fagna kynverum í öllu formi og deila nektinni saman í lokanúmerinu (brjóstadúskaæfingum)! Mæli eindregið með frábærri upplifun!“
- Jóhanna Ella og fylgigæsir
7. okt: Karaoke á árshátíð
Ég og mín besta vinkona, Ragnheiður Maísól Sturludóttir myndum karaoke/DJ/gleðiogglens dúóið Hits & Tits - eða Fútt og tuttur í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Við höfum staðið fyrir karaokekvöldum á hinum ýmsu skemmtistöðum borgarinnar síðan 2010 auk útikaraokes a menningarnótt. Hits & Tits hafa nokkrar gleðireglur í heiðri, eins og til dæmis að það er mikilvægara að syngja skemmtilegt lag en að vera góður að syngja. Á karaokekvöldunum er mikið um konfetti, leikmuni, heimatilbúnar vindvélar og ég legg mig fram um að reyna að crowdsurfa í lok kvölds. Karaoke er mjög vinsælt í minni fyrirtækjapartýum og á þeim árshátíðum sem eru með marga sali eins og t.d. á Nordica og i Listasafni Reykjavikur. Vinsælt er að fá hits & Tits til að DJa og vera með karaoke og blanda því saman.
13. okt: Hópefli, gæsa- og steggjapartý í Kramhúsinu
FULLBÓKAÐUR DAGUR
Á föstudögum og laugardögum tek ég við alls kyns hópum í Kramhúsinu eða kem til ykkar. Ég býð upp á danstíma eða hópeflistíma eða blöndu af báðu, þar sem hópurinn hristist saman, bókstaflega.
„Við vorum tíu manna steggjahópur sem mætti á Magic Mike danskennslu hjá Möggu Maack og við skemmtum okkur hreinlega konunglega. Dansinn reyndist eftir á vera það mest ómissandi við okkar dagskrá þennan daginn því þetta hristi hópinn svo mikið saman. Við vorum nokkrir vel feimnir í upphafi tímans sem urðum talsvert hressari og opnari eftir að Magga dró okkur út úr skelinni. Svo skemmir ekki fyrir að maður lærir raunverulega nokkra takta sem munu koma manni gríðarlega vel á dansgólfinu. Dagskráin hennar Möggu rammaði inn daginn og þetta er klárlega eitthvað sem enginn hópur ætti að láta framhjá sér fara.“
-Oddur Ævar Gunnarsson
9. okt: Burlesque í Kramhúsinu,UPPSELT
Sex(í) vikna Burlesque námskeið þar sem farið er í hreyfiheim klassísks burlesque. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Tilvalið fyrir forvitna og þau sem hafa sterkan grunn og vilja styrkja grunninn.
Farið er í grunnspor og tækni, karakteravinnu og vinnu með leikmuni. Vinsamlega athugið að burlesque er fullorðins skemmtun sem snýst að miklu (en ekki öllu) leyti um að fækka klæðum. Hreyfingafrasar eru skapaðir, sviðsframkoma, hreyfigæði, mismunandi stílar og karakterar. Skemmtilegir og gefandi tímar hvort sem þú stefnir á að finna sexíið á ný og fara í hláturskast einu sinni í viku eða stefnir upp á svið.
Nýtt námskeið hefst í október, skráðu þig á póstlistlann minn til að fá hnipp þegar það hefst: