Ég og mín besta vinkona, Ragnheiður Maísól Sturludóttir myndum karaoke/DJ/gleðiogglens dúóið  Hits & Tits - eða Fútt og tuttur í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Við höfum staðið fyrir karaokekvöldum á hinum ýmsu skemmtistöðum borgarinnar síðan 2010 auk útikaraokes a menningarnótt. Hits & Tits hafa nokkrar gleðireglur í heiðri, eins og til dæmis að það er mikilvægara að syngja skemmtilegt lag en að vera góður að syngja. Á karaokekvöldunum er mikið um konfetti, leikmuni, heimatilbúnar vindvélar og ég legg mig fram um að reyna að crowdsurfa í  lok kvölds. Karaoke er mjög vinsælt í minni fyrirtækjapartýum og á þeim árshátíðum sem eru með marga sali eins og t.d. á Nordica og i Listasafni Reykjavikur. Vinsælt er að fá hits & Tits til að DJa og vera með karaoke og blanda því saman.