top of page

fÓLK SEM ÉG MÆLI MEÐ

Ég er yfirleitt bókuð nokkuð langt fram í tímann svo hér eru fólk, sýningar og þjónustur sem ég mæli með. Allt þetta er fólk sem ég myndi bóka í mitt eigið partý.

123-456-7890

Screenshot 2022-03-21 at 17.14.28.png

Bobbie Michelle

Bobbie Michelle er frábær burlesk-skemmtikraftur, og kann einnig að húlla og kenna fólk hvoru tveggja. Hún tekur að sér að koma fram í alls konar partýum og er líka frábær kennari fyrir gæsa- og steggjapartý. Hún kemur einnig fram í barnapartýum undir nafninu Húllumhæ Húllastelpan.

Veislustjórn, skemmtiatriði, barnaafmæli, gæsapartý

73151583_10157849456387608_8437574299371438080_n-3.jpg

Bibi Bioux

Fjölbreytt og fyndin kabarettsöngkona sem á lög um laxveiði, breytingaskeiðið, köngulær á stefnumótaforritum og einmana jólatré. Hún er besta Kate Bush-eftirherma landsins og þó víða væri leitað. Bibi er einnig rúnaspákona, og frábær í saumaklúbbinn eða gæsapartýið.

Skemmtiatriði, veislustjórn, kabarett, spákona

278239377_108120111869062_886300153895318229_n.jpg

Sóðabrók

​Sóðabrók er nýjasti burleskhópurinn í flórunni og er glæsilegur en einkar sóðalegur. Hentar ekki öllum partýum, en slær í gegn ef þau henta!

Veislustjórn, skemmtiatriði, fullorðins.

Jellyboy the Clown

Besti sverðgleypir og side-show listamaður New Yorkborgar er með annan fótinn á Íslandi, en hann er giftur íslenskri konu. Ef þú ert með carnival-, sirkus- eða tívolíþema þá er Jellyboy frábær skemmtikraftur. Atriðin hans eru ekki fyrir viðkvæma, en hann hefur slegið í gegn jafn á árshátíðum og í tólf ára afmælum!

Skemmtiatriði, sirkus, eldri barnaafmæli, skammdegi, eldur, sverð

IMG_6793.MOV-high.gif

​Árni Helgason

​Árni Helgason er ferskur uppistandari. Mjög fyndinn og sniðugur. Hér er óborganlegt boomerang frá því við unnum saman í brúðkaupsveislu fyrir stuttu, þar sem hann var að bíða eftir að komast á svið og lenti í miðju myndakassasessjóni hjá börnunum í veislunni.

Uppistand, veislustjóri

Screenshot 2022-04-23 at 14.24.48.png

DJ Ragga Hólm

​Hún er ekki bara ógeðslega cúl, heldur líka æðislegur DJ.  Best er að hafa samband við hana í gegnum instagram.

DJ

Creative Artists Iceland

Ef fyrirvarinn er stuttur þá eru hæfileikaveitur alveg málið - þá er hægt að senda póst á þær og segja „Hvaða skemmtikrafta ertu með lausa á þessari dagsetningu?“

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, pubquiz

gógó IMG_2964.JPG

Gógó Starr

Dragundrið Gógó Starr er algjör alhliðaskemmtikraftur. Frábær veislustjóri, á æðisleg skemmtiatriði og getur dragmálað gæs eða stegg. Gógó er líka plötusnúður og fyrirlesari, og hefur einnig tekið að ser að taka á móti fólki á árshátíðum í fordrykk eða hjálpa þeim að pósa í myndakössum. Bókaðu Gógó áður en Gógó slær í gegn í RuPaul's Drag Race!

Veislustjórn, skemmtiatriði, drag, pubquiz, DJ, gæsapartý.

polekington _MG_0102.jpg

Dan the Man

Dan the Man er frábær skemmtikraftur. Hann getur kennt súludans í gæsa- og steggjapartýum, á brjálæðislega sexí blöðrudýraatriði, víkingasúludansatriði og einhjólastrippatriði! Einu sinni var hann bókaður í gæsun en súlan passaði ekki í stofuna, þá stillti hann henni upp úti og notaði bílljós sem kastara. Útsjónarsamur og skemmtilegur, já og sætur.

Skemmtiatriði, gæsapartý, kennsla, steggjapartý, fullorðins

215097245_1151140492074255_6742299502560929466_n.png

Dömur og herra

Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Sífellt vinsælla er að fá burlesk- eða kabarettsýningu í partý og Dömur og herra hafa allt til að bera til að koma með glæsilegt sjóv í þitt partý. Best er að hafa samband við þau í gegnum Facebook.

Veislustjórn, skemmtiatriði, fullorðins

lalli.JPG

Lalli töframaður

Lalli er einhvers konar skemmti-náttúruafl. Fyndnasti töframaður heims hvort sem um er að ræða fyrir börn eða fullorðna. Allt frá barnaafmælum til bingós, gæsana til árshátíða, Lárus getur allt. Frábært veislustjóri, skemmtikraftur, DJ, bingómeistari og pubquizstjóri. 

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, bingó, pubquiz, töfrar, barnaafmæli

10999869_834529403271847_5628752384077876625_o-2.jpg

Kramhúsið

Kramhúsið á fjöldan allan af kennurum sem geta sett sig inn í hvaða dansstíl sem er hvort sem um er að ræða hópefli, gæsun, steggjun, afmæli eða partý. Bæði er hægt að panta kennara til að koma til ykkar eða að koma í Kramhúsið sem er hentuglega staðsett í Miðborginni og oft kallað G-blettur Miðbæjarins!

Ég mæli með þessum kennurum:
Nadia: Beyoncé, magadans, Hips Don't Lie, burlesk, Bollywood

Sólveig: Beyoncé og annað skvísó
Róberta: Burlesk, húlla
Sigga Ásgeirs: Beyoncé, sensual fusion, gelludansar ýmiskonar
Berglind: Spice Girls, Britney
Svanhvít: Burlesk

Dans, hópefli, gæsapartý, steggjapartý, vinahittingur

13240056_1186883244668801_3788139587366617213_n.jpg

DJ Atli Kanill

Tvíburabróðir minn þegar kemur að dansgolfsstuði. Frábær plötusnúður sem getur komið með sínar eigin græjur. Einn besti brúðkaupssnúður landsins og þó viða væri leitað.

 

DJ

edda_featured.jpg

Móðurskipið

Ef fyrirvarinn er stuttur þá eru hæfileikaveitur alveg málið - þá er hægt að senda póst á þær og segja „Hvaða skemmtikrafta ertu með lausa á þessari dagsetningu?“

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, pubquiz

Maísól

Ragnheiður Maísól er óborganlega fyndin og á fjölda atriða sem virkja veislugesti. Einnig á hún það til að taka með sér Hjössu, hina sjarmerandi kraftakonu. Maísól er liðtækur plötusnúður og menntaður trúður og getur haldið utan um æðisleg vinnustaðahópefli. 

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, hópefli

286703999_126158263426698_363221599303675383_n.jpg

Lady Zadude

Lady Zadude er dragdrottning Íslands 2022 og er stórkostlegur alhliða skemmtikraftur. Veislustjórn, skemmtiatriði, kabarettsöngur, pubquiz, DJ - óborganlega fyndin og með gullbarka. Við erum líka frábærir veislustjórar saman.

Veislustjórn, skemmtiatriði, drag, kabarett, DJ. 

Screenshot 2022-04-23 at 14.20.45.png

Vice Versa

Vice Versa er leggjalengsta lesbía landsins, og er gríðarlega fyndin, skemmtileg og orkumikil burlesk-dansmær. Hún getur komið í partýið, sýnt atriði og kennt nokkur spor. 

Skemmtiatriði, gæsapartý, heimakennsla

johannalfred_main.jpg

Jóhann Alfreð

Jóhann Alfreð er æðislegur uppistandari og veislustjóri og er líka frábær pubquiz-stjórnandi. Mæli sérstaklega með Partý-pubquizi hjá honum.

Uppistand, veislustjórn, pubquiz

DJ Sigrún Skafta

Sigrún Skaftadóttir er mjög fjölbreyttur plötusnúður. Lounge og house en líka klassískar árshátíðir og brúðkaup. 

DJ

412171_10151322378797888_553406864_o.jpg

Snilli

Ef fyrirvarinn er stuttur þá eru hæfileikaveitur alveg málið - þá er hægt að senda póst á þær og segja „Hvaða skemmtikrafta ertu með lausa á þessari dagsetningu?“

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, pubquiz

Kraðak

Ef fyrirvarinn er stuttur þá eru hæfileikaveitur alveg málið - þá er hægt að senda póst á þær og segja „Hvaða skemmtikrafta ertu með lausa á þessari dagsetningu?“

Veislustjórn, skemmtiatriði, DJ, pubquiz

bottom of page