top of page

PUB QUIZ

Pubquiz er alltaf að verða vinsælla og vinsælla í minni vinnustaðapartýjum, afmælum, steggja- og gæsapartýum. Ég get sniðið quiz-in að ykkar hópi, vinnustaðnum, bransanum og árstíðum (t.d. októberfest eða jólum). Best er að byrja partýið á pubquiz, meðan allir eru á skemmtilega staðnum við tipsylínuna. Ég var dómari og spurningahöfundur í Gettu betur í tvö ár, leysti Þóru af sem spyrill í Útsvari og var í liði Reykjavíkur í tvö ár, svo spurningareynslan er mikil. Spurningarnar eru þó með mínu sniði, takmarkað er spurt um íþróttir og teiknimyndasögur en þeim mun meira um lífsins lystisemdir. 

Sendu fyrirspurn:
Hvað er á staðnum?

Takk fyrir fyrirspurnina. ​

Ég verð í sambandi

innan sólarhrings.

Gott að hafa í huga þegar pubquiz er bókað:

- Míkrófónn og hljóðkerfi hjálpar til. 

- Vinsamlega munið eftir vinningum. Ég held að í svona helming skipta sem ég hef verið ráðin í pub quiz hafi skipuleggjandi gleymt að hugsa fyrir vinningum. 

- Hvað eru margir í liði? Tveir í liði er skemmtilegt ef hefð er fyrir pubquiz í hópnum, en 3-4 í liði betra upp til að láta fólk kynnast og þjappa hópnum saman.

- Þegar ég bóka mig bóka ég mig í ákveðinn tíma, frekar en fjölda spurninga. Í sumum hópum er hægt að spæna yfir 30 spurningar á einum og hálfum tíma, í öðrum færri spurningar. Það er auðvelt að láta þetta flæða eins og hentar hópnum hverju sinni.

- Ídeal tími fyrir blandaðan hóp er hálftími í spurningar, 10 mín í vafaatriði, 15 mín í yfirferð og 15 mín í bráðabana ef þarf - svo í kringum 60 mín.

Screen Shot 2017-10-26 at 09.54.36
A683B6150DF9EB579467B32BBD69838BE393A4DA6812D791F4FF209ABC7A1C38_713x0
Screen Shot 2017-01-16 at 01.44.24
423733_10150589263057181_1325118778_n
Screen Shot 2017-01-16 at 01.45.13
12795529_10156575753650285_5835936079048935008_n-2
bottom of page