Veislustjórn og skemmtiatriði

Öðruvísi og sniðug veislustjórn með flottum skemmtiatriðum. Eftir borðhald fæ ég svo alla út á gólf og kenni nokkur spor, algengast er Beyoncé, ABBA eða Bollywood (fer eftir aldursdreifingu eða þema á árshátíð, auðvelt er að sérsníða þetta að hóp eða þema árshátíðarinnar). DJ eða hljómsveit byrjar því með pakkað dansgólf. Ég henta vel alls konar stærð á hópum, og sérstaklega ef ekki allir tala íslensku því að langmest af mínum skemmtiatriðum eru án orða og skemmtunin er sjónræn. Ég á auðvelt með að laga skemmtiatriðin að mismunandi hópum, rými og þema veislunnar. Ég er einnig plötusnúður og hefur verið vinsælt að bóka mig í "allan pakkann," þá sem veislustjóra og plötusnúð og er það vinsælt til dæmis ef árshátíð er haldin fjarri heimahögum.

Athugið að ég veislustýri því miður ekki brúðkaupum eða afmælum fólks sem ég þekki ekki, prógrammið sem ég býð upp á sem veislustjóri er ekki þess eðlis að það henti í svoleiðis. Ég get þó að sjálfsögðu komið með skemmtiatriði inn í brúðkaup og afmæli.

 
 

Ég verðlegg hvert gigg fyrir sig út frá fjölda gesta, hvar samkundan er haldin, hvaða skemmtiatriði þið viljið frá mér og þess háttar. Því meiri upplýsingar sem ég fæ frá ykkur í upphafi samskipta, því betra. Hér er skilaboðaskjóða fyrir þau sem vilja forvitnast og byrja samtal um skemmtun eða veislustjórn.

Sendu fyrirspurn:

 

UMSAGNIR GESTA:

Ég hef setið sem gestur í veislu þar sem Margrét Erla Maack var veislustjóri og get sagt að hún var fyndin, skemmtileg, hugmyndarík og ógeðslega hress. Mæli sterklega með henni.

- Þorsteinn Guðmundsson, grínisti

Fyndnasta kona á jörðinni.

- Einar Bárðarson

 

Margrét veislustýrði á þorrablóti Kjalnesinga. Hún var hverrar krónu virði ❤👌 What a show!! Kjalarnesið svífur enn á bleiku skýi. Engin lægð feykir því burt!

Sunna Björg Birgisdóttir
 


Held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á árshátíð eins og þegar Margrét var veislustjóri!

- Dóra Björg, Elko

 

Margrét Erla Maack var veislustjóri á árshátíðinni okkar og var fólk almennt á því að þetta væri með betur heppnuðum viðburðum hjá VSÓ. Skemmtileg atriði og starfsfólkið virkjað á fyndinn hátt. Að borðhaldi loknu fékk hún alla út á dansgólfið og var mikil gleði fram á nótt.  

- Kristjana Erla Pálsdóttir, VSÓ

 

Margrét kom með okkur sem veislustjóri til Glasgow. Hún var alveg frábær, fyndin, frumleg og náði salnum algjörlega. Svo DJ-aði hún fram eftir nóttu og gjörsamlega tryllti dansgólfið. Margrét er allt í einum pakka.

- Þröstur Sigurðsson, Vinnumálastofnun

Margrét var veislustjóri á dömukvöldi Lions. Hún var hreint út sagt stórkostleg. Dömurnar á kvöldinu voru á bilinu 20 ára til 80+  þær voru allar mjög ánægðar með kvöldið og skemmtu sér stórkostlega. Margrét er fyndin og kitlaði hláturtaugarnar og virkjaði ólíklegustu konur með sér í gríninu. Við vorum virkilega ánægðar með kvöldið.

                                 - Ólafía Ragnarsdóttir, Lions

Ef það væri nú bara hægt að klóna þessa konu!!  Ég er ekki frá því að líf allra verði örlítið betra eftir  að upplifa veislu sem hún veislustýrir - ég veit allavega að það er mín reynsla!

María Dís, Opnum kerfum

Ég var á KSÍ þinginu 2019, þar sem Margrét skemmti og plötusnúðaði.  Ég og minn maður skemmtum okkur konunglega! Besta þing sem ég hef farið á - og við erum búin að fara í 20 ár!! 

Steinunn Óskarsdóttir

Margrét var veislustjóri á jólahlaðborðinu okkar í Landsvirkjun 2015, þar sem hún sló í gegn. Gestir voru á aldrinum 25-65 ára og náði hún öllum á sitt band. Hún skapaði vingjarnlegt og skemmtilegt andrúmsloft með allskonar atriðum og uppákomum. Allt mjög virðulegt og laust við fordóma. Hún varð svo fyrsta val stjórnarinnar ári seinna!

- Jón Cleon, Landsvirkjun 

Margrét stýrði árshátíð hjá okkur á einstaklega faglegan hátt. Hún var fyndin, frumleg og náði salnum í stuð á örskömmum tíma. Hún stýrði einnig dagskránni svakalega vel og allt gekk upp eins og í sögu. Það er alveg frábært að láta svona kvöld í hendur á þessari miklu fagmanneskju og fá að slaka á og skemmta sér eins og allir aðrir gestir.”

 - Tinna Pétursdóttir, Men&Mice

Margrét var veislustjóri í velheppnuðu þrítugsafmæli hjá bróður mínum. Það var mikið fjör og fólk á öllum aldri í veislunni. Hluti af gestunum og afmælisbarnið eiga við fötlun að stríða og allt sem hún lagði fram átti vel við. Margrét er hress, fyndin, skemmtileg og stýrði veislunni af stakri snilld. 

- Jón Bjarni Pétursson

ekki gleyma að ýta á þennan takka ->

*Hvenær er ég laus?
Hér eru föstudags-, laugardags- og önnur djammkvöld, ekki hika við að spyrja um önnur kvöld.

2. apríl: Samkomubann

3. apríl:  Samkomubann

9. apríl: Samkomubann

10. apríl:Samkomubann

16. apríl: Bókuð

17, apríl: Bókuð

21. apríl: Laus

23. apríl: Bókuð

24. apríl: Bókuð

30. apríl: Bókuð

1. maí:  Bókuð

7. maí: Bókuð

8. maí: Laus

14. maí: Laus

15. maí: Bókuð

21. maí: Bókuð

22. maí: Bókuð

28. maí: Bókuð

29. maí: Bókuð

4. júní:  Laus

5. júní:  Laus

11. júní: Laus

12. júní: Laus

16. júní: Laus

18. júní: Laus

19. júní: Laus

23. júní:  Laus

30. júní:  Laus

2. júlí: Laus

3. júlí:  Laus

9. júlí: Laus

10. júlí: Laus

16. júlí: Laus

17, júlí: Bókuð

23. júlí: Laus

24. júlí: Laus

1. ágúst  Laus

6. ágúst: Laus

7. ágúst Laus

13. ágúst: Laus

14 ágúst: Laus

20. ágúst: Laus

21. ágúst: Bókuð

27. ágúst: Laus

28. ágúst: Laus

3. sept: Laus

4. sept:  Laus

10. sept: Laus

11. sept: Laus

17. sept: Laus

18. sept: Laus

24. sept: Bókuð

25. sept: Bókuð

1. okt: Laus

2. okt: Bókuð

8. okt: Laus

9. okt: Bókuð

15. okt: Bókuð

16. okt: Bókuð

22. okt: Laus

23. okt: Laus

29. okt: Laus

30. okt: Laus

5. nóv Laus

6. nóv: Laus

12. nóv: Laus

13. nóv: Bókuð

19. nóv: Laus

20. nóv: Laus

26. nóv: Laus

27. nóv: Laus

3. des: Bókuð

4. des:  Bókuð

10. des: Bókuð

11. des: Bókuð

17. des: Bókuð

18. des: Bókuð

24. des: Bókuð

25. des: Bókuð

 

SKEMMTI-

ATRIÐI

Ég tek bæði að mér veislustjórn og að koma með allskyns skemmtiatriði á árshátíðir, afmæli, hópefli, hvað sem er. Ég á stórskemmtilegt blöðruatriði með hnífakasti og sverðgleypingum, magadansatriði og danskennslu í kjölfarið, og Bollywood-danshóp. Ef þú vilt pubquiz þá get ég auðveldlega sniðið quiz-ið að hópnum. Þar að auki get ég sett saman skemmtiatriðapakka með vinum mínum sem blanda kabarett og sirkus saman. Endilega hafðu samband og við getum rætt saman um hvað gæti hentað partýinu þínu. 

P.S. Ég fæ reglulega fyrirspurnir um að vera  með uppistand - vinsamlega athugið að ég er alls alls alls ekki uppistandari. Atriðin mín eru öll fyndin og sniðug, en þau eru ekki uppistand.

Þetta er vinsælasta atriðasamsetningin hjá mér þegar kemur að veislustjórn: 

Fólk boðið velkomið

forréttur

magadans

ræður

aðalréttur

blöðruatriði

Innanhússkemmtiatriði

eftirréttur

Video

Bollywood-danskennsla

VEISLUSTJÓRN

- algengast og vinsælast -

Dæmi um atriðasamsetningar:

Magadansatriði til að búa til pláss fyrir mat

forréttur / fyrsta ferð á hlaðborð

Blöðruatriði 

Innanhússkemmtiatriði

aðalréttur / önnur ferð á hlaðborð

pubquiz meðan fólk meltir

eftirréttur

Beyoncé-danskennsla

JÓLAHLAÐBORÐ

Atriðin mín smellpassa inn í svona þema!. 

Dæmi um atriðasamsetningu:

Opnunardansatriði með slæðupoi

forréttur

Magadanstatriði eða stórbrotnir sirkusgestir (get reddað alls konar mergjuðu fólki)

aðalréttur
blöðruatriði með sverðgleypingum og hnífakasti
eftirréttur

Danskennsla til að koma dansgólfinu af stað

Í svona boð mæli ég þó sérstaklega með því að fá mig og Lalla töframann, mig og Gógó Starr, dragdrottningu, eða mig og Maísól saman með veislustjórn.

VEISLUSTJÓRN

með sirkusþema

Magadans hristir sannarlega upp í partýinu. Eftir atriðið kenni ég svo nokkur spor til að auðvelda meltinguna. Þetta er skemmtilegt sem fyrsta atriði eða á milli for- og aðalréttar eða til að koma dansgólfinu af stað eftir borðhald!

MAGADANS

Pubquiz hentar í mannfögnuðum sem eru ekki mjög hátíðlegir. Ég get bæði boðið upp á hefðbundið pubquiz eða pubquiz þar sem fólk svarar með símunum sínum. Lítið mál er að aðlaga pubquiz-ið að þema veislunnar eða að fyrirtækinu sjálfu. 

PUB-QUIZ

Boð þar sem ekki er hefðbundið borðhald, gjarnan haldið á vinnustaðnum sjálfum. Októberfest, haust- eða vorfagnaður. Dæmi um atriðasamsetningu:

18:00-19:00 Pubquiz

Matur og mingl

20:30 Blöðruatriði

22:00 Danskennsla og Plötusnúðun eða karaoke

VINNUSTAÐA-

PARTÝ

Sniðugt er að búa til dansatriði með partýnefnd eða framkvæmdastjórn. Tvær til þrjár æfingar eru oftast nóg, og ég dansa svo með ykkur á kvöldinu sjálfu. Svona þarf að ákveða með góðum fyrirvara til að hægt sé að finna tíma sem hentar öllum þátttakendum, já og mér. Hér leiði ég hluta þýska handboltalandsliðsins í Single Ladies. 

DANSATRIÐI

MEÐ STARFSFÓLKI

Þetta er langvinsælasta atriðið mitt. Byrjar með því að ég sprengi utan af mér blöðrur, gleypi síðan blöðru og er með hnífakast. Sjálfboðaliði úr sal hjálpar til. Auðvelt er að laga atriðið að þema veislunnar hvað varðar tónlistarval, lit á blöðrum og þess háttar. Fyndið, sexí og eftirminnilegt. Athugið að hluti atriðisins krefst þess að ég banni myndatökur.

BLÖÐRUATRIÐI

Við Gógó Starr erum vinsæll skemmtipakki í veislum. Við hentum einstaklega vel í veislur þar sem ekki allir tala íslensku þar sem atriðin okkar eru sjónræn. Drag, burlesque, og hentum í alls konar þemapartý og getum lagað atriðin okkar að ykkar veislu. Við bjóðum upp á allt frá hálftíma skemmtun og yfir í veislustjórn sem spannar borðhald og getum einnig tekið að okkur að plötusnúða í partýinu. 
 

Dæmi um atriðasamsetningu:

Gógó Starr hjálpar fólki að pósa í myndakassa fyrir borðhald

Opnunaratriði - magadans, fólk boðið velkomið
Forréttur
Dragatriði
Aðalréttur
Blöðruatriði frá Margréti og Boylesque frá Gógó Starr
Eftirréttur

Danskennsla með dragdrottningaþema
Gógó og Margrét DJa partýið!

MARGRÉT + GÓGÓ

skemmtiatriði / veislustjórn

Ef árshátíðin er með Bollywood-, 1001 nótt- eða arabísku þema þá eru fáir veislustjórar sem henta jafn vel og ég sjálf. 

Dæmi um atriðasamsetningu:

Fólk boðið velkomið

forréttur

Ræða/Innanhússkemmtiatriði

Magadans

aðalréttur

blöðruatriði með orientaltónlist

Video/Innanhússkemmtiatriði

eftirréttur

Bollywood-danshópur og danskennsla

VEISLUSTJÓRN

með Bollywood- eða 1001 nótt-þema

Stuðvinkonur Íslands geta boðið upp á allt frá hálftíma skemmtiprógrammi og upp í heilt kvöld af veislustjórn og skemmtiatriðum. Magadans, sirkusbrögð, sjálfboðaliðaatriði með vindvélum og töfrabrögð svo fátt eitt sé nefnt. Við Maísól bjóðum einnig upp á að stjórna karaoke. Getum blandað saman karaoke og plötusnúðun. Skemmtilegt í skemmtilegum partýum, agalegt í leiðinlegum partýum. Við komum með okkar eigin vindvélar.

Dæmi um atriðasamsetningar:

Opnun

Forréttur
Töfrabrögð og magadans

Aðalréttur
Hnifakast, sverðgleypingar, eurovisionatriði með sjálfboðaliðum

eftirréttur
Hin eina sanna Hjössa, sterkasta kona í heimi

Danskennsla, karaoke og partý

MARGRÉT + MAÍSÓL

skemmtiatriði / veislustjórn

Rauða köguratriðið mitt er það atriði sem er vinsælast að bóka á burlesque-hátíðir víða um heim. Það var "headliner"-atriðið mitt þegar ég sýndi á Best of Burlesque á Fringehátíðinni i Edinborg og var líka eitt af aðalnúmerunum á London Burlesque Festival. Erlendis sýni ég það við Think með Aretha Franklin en hér heima sýni ég það við hið stórkostlega Slappaðu af með Flowers og er það tileinkað öllum konum sem hefur verið sagt að slappa af.

Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa.


Burlesque á það þó til að stuða fólk - svo ég mæli með að pakka því inn með öðrum atriðum - ekki bara aleitt burlesque-atriði. Það virkar best að fá einn skemmtikraft með mér og við búum til 15-20 mínútna sýningu. Hentar best yfir desert.

RAUÐA ATRIÐIÐ

(BURLESQUE)

Glamúr og partý! Fjaðrir, perlur og ELDUR! Vinsamlega athugið fyrirfram hvort ég megi vera með eld (eldurinn er aðeins stærri en tvö sprittkerti). Einnig þarf að vera hægt að dimma ljós á smekklegan hátt, ekki slökkva með takka.

Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa.

 

Burlesque á það þó til að stuða fólk - svo ég mæli með að pakka því inn með öðrum atriðum - ekki bara aleitt burlesque-atriði. Það virkar best að fá einn skemmtikraft með mér og við búum til 15-20 mínútna sýningu. Hentar best yfir desert eða sem leynigestsatriði á miðnætti.

BARFLY

Burlesque-atriði með elddúskum

Að loknu borðhaldi er sniðugt að blása til danskennslu, til að losa um hátíðlega stemmingu og koma öllum út á gólfið. DJ eða hljómsveit byrjar þá með stappað gólf. Ég segi að þetta sé algjört möst til að brúa bilið á milli borðhalds og partýs. Bollywood og Beyoncé er vinsælast þessa dagana en ég á auðvelt með að setja mig inn í næstum hvað sem er og matreiða það á skemmtilegan, eftirminnilegan og knappan hátt. 

DANSKENNSLA

í lok borðhalds til að koma dansgólfinu af stað

Eitt af vinsælustu þemum ársátíða þessi misserin er Gatsby, bannárin, 1920. Atriðin mín smellpassa inn í svona þema þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar svífur yfir vötnum. 

Dæmi um atriðasamsetningu:

Söngatriði/opnunardansatriði með starfsfólki

forréttur

Mata Hari - Magadanstatriði eða fjaðradans

aðalréttur
blöðruatriði
eftirréttur

Charleston-danskennsla

Í svona boð mæli ég þó sérstaklega með því að fá mig og Lalla töframann, mig og Gógó Starr, dragdrottningu, eða mig og Maísól saman með veislustjórn.

VEISLUSTJÓRN

með Gatsby- eða bannaráraþema

Við Daniel Polekington, súludansvíkingur, eigum 20 mínútna prógramm sem hentar afar vel seint að kvöldi í partý þar sem lítið fer fyrir brjóstið á fólki. Athugið að súlan hans þarf i það minnst 3 metra lofthæð og passa verður upp á að ákveðin fjarlægð sé frá áhorfendum. Allt káf bannað. 

Burlesque er nokkuð nýtt skemmtiform hér á landi þar sem dýrðarljómi liðinnar tíðar, húmor og mannslíkaminn fær að njóta sín. Að auki minni ég á að ég kann illa við að fólk sé að vídjógrafa burlesque - einfaldlega því ég veit að það er betra að njóta þess á staðnum með eigjn augum en ekki í gegnum símaskjá - og það þarf jú báðar hendur til að klappa.

MARGRÉT + POLEKINGTON

20 mínútna sirkus/burlesque

​Ég er með heilan Bollywood-danshóp á mínum snærum. Best er að fá hópinn í lok borðhalds og leiða svo alla í stóran Bollywood-dans til að koma dansgólfinu af stað. "Bollywoodhópurinn var hápunktur á vel heppnaðri árshátíð. Sýningin var flott og þær hrifu alla með og hristu saman í dans. Við vorum öll mega ánægð með þær og mælum eindregið með þeim." - Friðgeir Torfi, Meniga

BOLLYWOOD

Við Lalli töframaður erum vinsæll veislustjóradúett. Við blöndum saman kabarettskemmtun ýmiskonar við hefðbundna veislustjórn. Ef þú ert með okkur tvö þarftu engin önnur atriði - við erum heildræn skemmtilausn. Fyndið, frumlegt, fjölbreytt, fullorðins og skothelt prógramm. Bjóðum allt frá hálftíma skemmtun yfir í heilt kvöld.

Dæmi um prógramm kvöldsins:

Opnunaratriði

forréttur

Töfraatriði 

magadans

aðalréttur

Töfraatriði 

Blöðruatriði með hnífakasti og sverðgleypingum

eftirréttur

Moulin Rouge danskennsla

MARGRÉT + LALLI

skemmtiatriði / veislustjórn

Loksins læt ég drauminn rætast! Ég er að láta búa til fyrir mig risastórt kokkteilglas fyrir öll 1920-, Gatsby- og glamúrpartýin.

Hægt verður að bóka fimm mismunandi:
Glasið og mig í fordrykk 

Ég sit í glasinu sem skraut og tek nokkur trix eða helli í glös (mjög instagramvænt)
Glasið sem ljósmyndaprops

Ég kem þá með, hjálpa fólki í og úr glasinu og leiðbeini með pósur en það er ekki performans.
Atriði á sviði í glasinu
Geri kröfur um umgjörð og ljós og mikinn glamúr! Hægt er að fylla glasið með konfettí, froðubaði eða litlum blöðrum.
Burlesque-atriði í glasinu

Fullorðinsfjör með freyðivínsskvettum!

Glasið eingöngu

Ef þú vilt hafa einhvern annan en mig í glasinu. Ég tek ekki ábyrgð á fólki sem kann ekki að umgangast svona glös, allar skemmdir á glasi eru á ábyrgð leigutaka. Það er dýrara að leigja glasið eitt en mig í því. Þetta er jú eina burlesque-glas landsins!

KOKKTEILGLASIÐ

​Nýtt atriði - tilbúið til bókunar

í sept 2021