Vinsamlega athugið: Ég tek ekki að mér fleiri skemmtanir
föstudags- eða laugardagskvöld út árið 2025.

Sagði einhver dans? Ég er þín kona. Hef margra ára reynslu að kenna fólki sem kann ekki neitt, þannig að það njóti sín. Hvað viltu forvitnast um?
















Skemmtiatriði
Ég tek að mér að semja dansa fyrir hópa til sýningar við hin ýmsu tækifæri sem eru einfaldir en líta út fyrir að vera flóknir. Dansatriðið getur verið í þema veislunnar. Best er að koma til mín í Kramhúsið - þar eru græjur, spegill og næði og best er að koma í eftirmiðdaginn á virkum dögum til æfinga. Ég get svo komið og dansað með hópnum á kvöldinu sjálfu ef þarf, það er algengast því þá líður fólkinu sem tekur þátt, betur.
Margrét kenndi okkur framkvæmdastjórninni Bollywood-dans fyrir indverskt partý, kom svo og dansaði með okkur á kvöldinu sjálfu og leiddi svo allan stóra hópinn í dans. Það var mikil ánægja með hennar störf. - Pétur, Veritas


















