top of page
17972029_1255219604595574_36115510130289

Sagði einhver dans? Ég er þín kona. Hef margra ára reynslu að kenna fólki sem kann ekki neitt, þannig að það njóti sín. Hvað viltu forvitnast um?

skemmtiatriði

Skemmtiatriði

Ég tek að mér að semja dansa fyrir hópa til sýningar við hin ýmsu tækifæri sem eru einfaldir en líta út fyrir að vera flóknir. Dansatriðið getur verið í þema veislunnar. Best er að koma til mín í Kramhúsið - þar eru græjur, spegill og næði og best er að koma í eftirmiðdaginn á virkum dögum til æfinga. Ég get svo komið og dansað með hópnum á kvöldinu sjálfu ef þarf, það er algengast því þá líður fólkinu sem tekur þátt, betur. 

Margrét kenndi okkur framkvæmdastjórninni Bollywood-dans fyrir indverskt partý, kom svo og dansaði með okkur á kvöldinu sjálfu og leiddi svo allan stóra hópinn í dans. Það var mikil ánægja með hennar störf. - Pétur, Veritas

Koma af stað

aÐ KOMA DANS-GÓLFINU AF STAÐ

Eftir að hefðbundinni skemmtun lýkur getur oft verið erfitt að henda partýinu í gang. Þá hringirðu í mig, ég kem og kenni fólki nokkur spor, hvort sem það er Bollywood, diskó, Tina Turner, Beyoncé, twerk, magadans... eða hvað sem hentar partýinu þínu. Ég sérhæfi mig að kenna fólki sem kann ekki neitt OG er í glasi ofan á það!

Við Margrét höfum mikið starfað saman. Ég dýrka það þegar hún lýkur borðhaldinu á danskennslunni - þá byrja ég með troðið gólf og partýið byrjar strax. Þessi stelpa kemur öllum í stuð og sýnir og sannar að allir geta dansað. - Páll Óskar, poppstjarna

bottom of page