Ég hef starfað sem plötusnúður í 17 ár og henta best blönduðum hóp. Ég tek mikið af óskalögum og les vel í stemminguna, árshátíðir og brúðkaup eru fullkomin gigg. Mjög oft hef ég partýið á einhvers konar danskennnslu sem hentar hópnum eða þema veislunnar, til að dansgólfið sé fullt frá fyrstu mínútu! Ég tek einnig að mér að veislustýra og hefur verið vinsælt að bóka mig í "allan pakkann," þá sem veislustjóra og plötusnúð og er það vinsælt til dæmis ef árshátíð er haldin fjarri heimahögum.
Ég fékk Margréti til að DJ-a á árshátíð Rauða krossins. Hún gerði meiraðsegja gott betur og tók fólk á dansgólfinu í smá Beyoncé-danskennslu. Hún þurfti þess ekkert. En gerði það samt. "Að slá í gegn" nægir engan veginn utan um þá lukku sem Margrét vakti þetta kvöld. Fólk í vinnunni talar enn um þessa frammistöðu eins og um goðsagnakennda hallarveislu í Versölum hafi verið að ræða. En, you know, that's Margrét for ya. - Björn Teitsson
Margrét Erla var veislustjóri á árshátíðinni okkar og var fólk almennt á því að þetta væri með betur heppnuðum viðburðum hjá VSÓ. Skemmtileg atriði og starfsfólkið virkjað á fyndinn hátt. Að borðhaldi loknu fékk hún alla út á dansgólfið og var mikil gleði fram á nótt.
- Kristjana Erla Pálsdóttir, VSÓ
Margrét kom með okkur sem veislustjóri til Glasgow. Hún var alveg frábær, fyndin, frumleg og náði salnum algjörlega. Svo DJ-aði hún fram eftir nóttu og gjörsamlega tryllti dansgólfið. Margrét er allt í einum pakka.
- Þröstur Sigurðsson, Vinnumálastofnun
Hættu nú að spila þessa pjásukellingatónlist og spilaðu Meatloaf!
- Einhver maður sem var ekki mjög hress