top of page

gæsa- og steggjapartý

hópefli / pepp / óvissuferðir

Hér er að finna allt um sérsniðna danstíma - hvort sem um er að ræða hópefli fyrirtækja, sérsniðna vinatíma, gæsa- eða steggjapartý. Og svo minni ég á að það er líka gaman að hóa saman vinum án tilefnis í góðan gríndanstíma. Mun meiri upplýsingar og myndir er að finna á síðunni ef hún er skoðuð í tölvu en í snjalltæki.

Bóka/senda fyrirspurn
Sendu fyrirspurn:

Upplýsingar um greiðanda

Að fá þessar upplýsingar strax auðveldar flækjustigið og sparar mikinn tíma

Ef þú ert í vafa um hvaða dansstíll hentar þá er hér próf sem getur hjálpað þér að velja.

Hér eru föstudagar og laugardagar, ekki hika við að spyrja um aðrar dagsetningar.

Fös 10. maí - Laus

Lau 11. maí - Fullbókuð

Fös 17. maí - New York

Lau 18. maí - New York

Fös 24. maí - Fullbókuð

Lau 25. maí - Fullbókuð

Fös 31. maí- Laus

Lau 1. júní - Laus

Fös 7. júní - Laus

Lau 8. júní - Fullbókuð

Fös 14. júní - Laus

Lau 15. júní - Fullbókuð

Lau 16. júní - Fullbókuð

Fös 21. júní - Laus

Lau 22. júní - Fullbókuð

Fös 28. júní - Laus 

Lau 29. júní - Laus

Fös 5. júlí - Laus

Lau 6. júlí - Fullbókuð

Fös 12. júlí - Laus

Lau 13. júlí - Fullbókuð

Fös 19. júlí - Laus

Lau 20. júlí - Fullbókuð

Fös 26. júlí- Laus

Lau 27. júlí  - Fullbókuð

Fös 2. águst - Sumarfrí

Lau 3. ágúst - Sumarfrí

Fös 9. ágúst- Laus

Lau 10. ágúst - Laus

Fös 16. ágúst - Laus 

Lau 17. ágúst - Laus

Fös 23. ágúst - Laus 

Lau 24. ágúst - Laus

Fös 30. ágúst - Fullbókuð

Lau 31. ágúst - Fullbókuð

Fös 6. sept - Fullbókuð

Lau 7. sept - Laus

Takk fyrir fyrirspurnina. ​Ég verð í sambandi innan sólarhrings.


- Best er að nýta svona tíma til að hrista hópinn saman í upphafi dags. Eftir kl. 16 er fólk oft orðið vel sósað og þá fáið þið lítið út úr tímanum. Ég hef t.d. lent í því að gæs deyji áfengisdauða, og lá í sófanum meðan vinkonur tóku danstímann. 

- Ef við erum í Kramhúsinu er tíminn klukkutími í salnum. Ef fólk mætir seint klippist af tímanum, þar sem salurinn og ég erum yfirleitt bókuð beint á eftir. Ef um vinnustað er að ræða eða mjög stóran hóp mæli ég með að bóka Kramhúsið i lengri tima - eiga hálftíma fyrir og eftir til að pissa, slaka, spjalla, fá sér einn.

- Já, það má koma með nesti (blikkblikk) í tímann í Kramhúsinu og við tökum skálipásu í miðjum tímanum. Munið eftir að taka með ykkur glös eða vera með drykki í litlum flöskum eða dósum. Efri salnum fylgir aðstaða á útipallinum til að skála eftir tímann - þar sem alltaf er logn! 

- Tíminn þarf ekki að vera í Kramhúsinu - ég get komið til ykkar, en það þarf að vera gott pláss og hægt að lofta út!
Verð
giphy-6.gif

Hvað kostar?

Neðri salur í Kramhúsinu: 45-55.000 krónur
Innifalið klukkutími í sal með kennara. Salurinn tekur að hámarki 10 gesti. Salnum fylgir engin aðstaða - bara svona in and out.

Efri salur í Kramhúsinu: 65-80.000 krónur - Verð fer eftir stærð hóps
Salurinn er rúmgóður og rúmar allt að 30 gesti. Innifalið er klukkutími í sal með kennara, góð búningsaðstaða, sturtur og gufa auk dásamlegs útipalls þar sem hægt er að skála og kæla sig í klukkutíma eftir tímann. 

Ég kem til ykkar:
Viltu fá mig til ykkar? Ég get komið í heimahús, í partýið, í matarboðið og á vinnustaðinn og hrist upp í fólki. Ég kem með eigin hljóðgræjur. Verð miðast við Höfuðborgarsvæðið.
Fyrir kl. 18: 60-80.000 (fer eftir fjölda og hvar í bænum)
Eftir kl. 18: 70-90.000 (fer eftir fjölda og hvar í bænum)

Hvað ætti ég að velja?
ezgif.com-video-to-gif-9.gif

Hvað hentar hópnum þínum?

Ég býð upp á alls kyns stíla sem henta mismunandi hópum. Í rauninni get ég sett mig inn í næstum hvaða stíl sem er fyrir hópinn ef fyrirvarinn er nógur. Oft vilja partýin eitthvað sem gæsin fílar geggjað vel, t.d. Britney, LizzoLady Gaga eða RuPaul's Drag Race-tíma. Til að fá fíling fyrir stílunum er gott að horfa á myndbandið hér að ofan til að ákveða sig hvaða stíll hentar best. Í upphitun les ég hópinn þannig að það sem þið lærið er ekki of erfitt, en þó áskorun fyrir hópinn. Ef þú ert í algjörum vafa þá er hér próf til hliðar sem hjálpar þér að ákveða stíl ->

Vinsælast *núna* er:

1. Burlesque 

2. Rassahristur

3. 1920s / Gatsby

4. Beyoncé

5. Klassískt leikjahópefli

6. Drag Extravaganza

7. Sundballett (í sundlaug)

8. Splitttímar þar sem hópi er skipt í tvennt og svo sýna þeir hinum (gott fyrir stóra vinnustaðahópa - þá tek ég einn stíl og annar kennari t.d. afró eða diskó)

9. Klappstýrufjör

10. Magic Mike (steggjapartý)

Fyrir blandaða hópa þegar kemur að kyni, aldri og almennu hressi mæli ég með Beyoncé, Bollywood, eða 1920s/Gatsby. Ef hópurinn samanstendur af sterkum, ófeimnum konum eru burlesque eða rassahristur sniðugar lausnir. Ef um gæsun eða steggjun er að ræða, er alltaf vænlegast til vinnings að hugsa út frá heiðursgestinum, og hvað þeim finnst gaman - ekki hvað kemur þeim úr jafnvægi eða lætur þeim líða illa. Oft er hópur með eitthvað þemalag eða -lög yfir daginn sem hægt er að vinna með. Einnig er gott að hafa í huga meiðsli innan hóps, óléttur og slíkt. Ég get lagað mig að nánast hverju sem er.


Fyrir stærri hópa en 25 mæli ég með að skipta í tvo hópa og fá tvo kennara. Ég og annar kennari frá Kramhúsinu kennum þá tvo ólíka dansstíla, fólk velur hvort það vill læra og í lok tímans er lítil sýning. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og kemur öllum í gott skap og sýnir nýjar hliðar á hópnum. Skemmtileg kombó eru til dæmis: Beyoncé og Rocky Horror, Bollywood og diskó, Afró og magadans, en hægt er að gera ýmsar blöndur.

Mörk: Fyrirvari vegna hegðunar gesta

Ég trúi ekki að ég þurfi að skrifa þetta árið 2023: Að gefnu tilefni langar mig að taka fram að vinna mín snýst um að kenna skemmtilegan danstíma, hvort sem það er í Kramhúsinu eða í partýi, ekki sitja undir dónaskap eða áreitni, sjónrænni eða öðruvísi. Þetta á líka við um annað starfsfólk Kramhússins eða aðstoðarfólk mitt. Ég kæri mig hvorki um að sjá punga, rassa eða typpi á meðan danstímanum stendur. Boratskýlur eru ekki leyfðar og geri ég þær kröfur að steggir séu fullklæddir. Að auki líður mér líður illa og óöruggri í kringum mjög ölvað fólk sem hefur ekki hömlur á hegðun sinni. Ég áskil mér rétt til þess að stöðva tíma og hætta ellegar vísa fólki úr húsi ef gengið er fram af mér eða öðru starfsfólki Kramhússins. Ef ég þarf að stöðva tíma vegna hegðunar gesta er endurgreiðsla ekki í boði og mun ég rukka fullt verð fyrir.

Fyrirvari og mörk
Umsagnir

Við vorum tíu manna steggjahópur sem mætti á Magic Mike danskennslu hjá Möggu Maack og við skemmtum okkur hreinlega konunglega. Dansinn reyndist eftir á vera það mest ómissandi við okkar dagskrá þennan daginn því þetta hristi hópinn svo mikið saman. Við vorum nokkrir vel feimnir í upphafi tímans sem urðum talsvert hressari og opnari eftir að Magga dró okkur út úr skelinni. Svo skemmir ekki fyrir að maður lærir raunverulega nokkra takta sem munu koma manni gríðarlega vel á dansgólfinu. Dagskráin hennar Möggu rammaði inn daginn og þetta er klárlega eitthvað sem enginn hópur ætti að láta framhjá sér fara.

-Oddur Ævar Gunnarsson

 

 

Við vorum gæsahópur sem þekktist ekki mikið en völdum Burlesque með Margréti Erlu Maack og þvilikt sem það var góð ákvörðun. Við frelsandi dansinn leystist úr læðingi innri tjáningarkraftur sem sýndi okkur í fegurstu mynd. Það myndaðist sameining í því að fagna kynverum í öllu formi og deila nektinni saman í lokanúmerinu (brjóstadúskaæfingum)! Mæli eindregið með frábærri upplifun!

- Jóhanna Ella og fylgigæsir

Ekkert fær konu jafn mikið til að geisla af kynorku og komast í snertingu við sína innri valkyrju og að sveifla til mjöðmunum við femínískan fagurgalann hennar Beyoncé. Magga Maack hefur stórkostlegt lag á því að fá ótrúlegasta fólk til að dansa með attitjúdi og orku. Gæsunarföruneytið mitt samanstóð af all skonar fólki og hún átti ekki í neinum vandræðum með fá okkur öll til að skríða twerkandi um gólfið; bæði mæður og bræður, vini og vinkonur. Ég kann ekki lengur sporin, en ég man ennþá hvernig við gengum himinlifandi út úr Kramhúsinu eftir þennan kynngimagnaða tíma!

- Inga Auðbjörg Straumland

Ég skipulagði óvissuferð fyrir starfsfólk Laufásborgar og hluti af því var að fara í magadans í Kramhúsinu hjá Margréti. Frábær stemmning, mikið stuð, lærdómsríkt og hristi hópinn saman! Mæli hiklaust með þessu! 

 - Hávarr Hermóðsson

Eftir að hafa farið til Margrétar Erlu sjálf um árið þegar ég var gæsuð og nú nýlega aftur í burlesque-tíma í annarri gæsun – þá er ég star-struck. Það er svo miklu meira en bara jákvæð líkamsímynd sem hún smitar mann af í kennslunni, heldur er líka unun að verða vitni af heilbrigðu sjálfstrausti, kynþokka og yfirvegun. Styrkurinn og fagmennskan nær langt fram yfir fingurgóma og hárlokka og það er ótrúlega mikið lagt í eina svona kennslustund, sem er aðlöguð að hverjum hópi. Frábær, frábær, frábær!

 - Guðrún Inga Torfadóttir,  gæs og gæsandi

bottom of page