gæsa- og steggjapartý

hópefli / pepp / óvissuferðir

Burlesque, Broadway, Beyoncé, Rocky Horror, lizzo, Bollywood, 

Klappstýrufjör, tina turner, Magadan,s, lady gaga, chicago, 1920s

Klukkutíma danstími er mjög vinsæll í gæsa- og steggjapartýum, hópefli fyrirtækja, afmælum og óvissuferðum. Þeir eru skemmtileg leið til að hrista hópinn saman, bókstaflega og tíminn er nógu langur til að hann skilji eitthvað eftir sig en að allir haldi athygli. Það hefur góð áhrif á hóp og móral að fíflast saman og takast á við verkefni þar sem allir byrja á núllpunkti og læra eitthvað glænýtt. Notið bókunarformið hér að neðam til að bóka og senda fyrirspurnir. Vinsamlega ekki hafa samband við mig í gegnum facebook, það týnist svo margt þar.

 

SENDA FYRIRSPURN UM DANSTÍMA FYRIR HÓPINN ÞINN:

Sendu fyrirspurn til að fá verðhugmynd fyrir hópinn og tímann sem þú hefur í huga. ​Ég hef svo samband um hæl með verði og áframhaldandi bókun. Hér til hliðar er hægt að sjá hvenær ég er laus. Á þessum tíma árs get ég tekið við hópum á föstudögum og laugardögum í Kramhúsinu. Ef þið viljið fá mig utan þessara tíma, í heimahús eða aðra staði þá er það dýrara en að koma í Kramhúsið.

 
Lausir tímar: 

Ég er ekki að bóka mig í danskennslu til og með 16. apríl vegna COVID-19 kórónuveirunnar eða á meðan samkomubanninu stendur.
Föstudagar:
                                              Laugardagar:     

17. apríl: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust       18. apríl: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

24. apríl: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust        25. apríl: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

1. maí: 15:00 laust 16:00 laust 17:00 bókað            2. maí: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað

8. maí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 bókað          9. maí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

15. maí: 14:00 laust 15:00 laust 16:00 bókað       16. maí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 bókað 

22. maí: 14:00 laust 15:00 laust 16:00 bókað       23. maí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

29. maí: 14:00 bókað 15:00 bókað 16:00 bókað  30. maí: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað

5. júní: 14:00 bókað 15:00 bókað 16:00 bókað     6. júní: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað 

12. júní: 14:00 laust 15:00 laust 16:00 bókað      13.júní: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

19. júní: 14:00 laust 15:00 laust 16:00 bókað      20. júní: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

26. júní: 14:00 laust 15:00 laust 16:00 bókað      27. júní: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

3. júlí: 14:00 bókað 15:00 bókað 16:00 bókað       4. júlí: 13:00 laust 14:00 bókað 15:00 laust 

10. júlí: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað   11. júlí: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað

17. júlí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust       18. júlí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 

24. júlí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust      25. júlí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

31. júlí: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust      1. ágúst: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað

7. ágúst: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað   8. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

14. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 15. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

21. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust  22. ágúst: 13:00 bókað 14:00 bókað 15:00 bókað

28. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust 29. ágúst: 13:00 laust 14:00 laust 15:00 laust

Sendu fyrirspurn:

Hægt er að sjá hér til hliðar hvenær ég er laus ------------>

arrow&v
 

Hvað hentar hópnum þínum?

Ég býð upp á alls kyns stíla sem henta mismunandi hópum. Í rauninni get ég sett mig inn í næstum hvaða stíl sem er fyrir hópinn ef fyrirvarinn er nógur. Oft vilja partýin eitthvað sem gæsin fílar geggjað vel, t.d. Britney, LizzoLady Gaga eða RuPaul's Drag Race-tíma. Til að fá fíling fyrir stílunum er gott að horfa á myndbandið hér að ofan til að ákveða sig hvaða stíl hentar best. Allir tímarnir eru miðaðir að byrjendum og henta öllum aldri og kynjum. Í upphitun les ég hópinn þannig að það sem þið lærið er ekki of erfitt, en þó áskorun fyrir hópinn. Ef þú ert í algjörum vafa þá er hér próf sem hjálpar þér að ákveða stíl:

 

Vinsælast árið 2020 er:

1. Burlesque (já, við eigum brjóstadúska)

2. Lizzo

3. 1920s / Gatsby

4. Beyoncé

5. Bollywood

6. Drag Extravaganza

7. Broadway

8. Splitttímar þar sem hópi er skipt í tvennt og svo sýna þeir hinum (gott fyrir stóra vinnustaðahópa - þá tek ég einn stíl og annar kennari t.d. afró eða diskó)

9. Klappstýrufjör

10. Magic Mike (steggjapartý)

11. Magadans

12. Tina Turner

Fyrir blandaða hópa þegar kemur að kyni, aldri og almennu hressi mæli ég með Beyoncé, Bollywood, Gatsby eða Rocky Horror. Ef hópurinn samanstendur af sterkum, ófeimnum konum eru burlesque eða Broadway-söngleikjadans í anda Chicago sniðugar lausnir. Ef um gæsun eða steggjun er að ræða, er alltaf vænlegast til vinnings að hugsa út frá heiðursgestinum, og hvað þeim finnst gaman - ekki hvað kemur þeim úr jafnvægi eða lætur þeim líða illa. Oft er hópur með eitthvað þemalag eða lög yfir daginn sem hægt er að vinna með. Einnig er gott að hafa í huga meiðsli innan hóps, óléttur og slíkt. Ég get lagað mig að hverju sem er, nema hinni furðulegu bón þegar hópar vilja ekki svitna. 


Fyrir stærri hópa mæli ég með að skipta í tvo hópa og fá tvo kennara. Ég og annar kennari frá Kramhúsinu kennum þá tvo ólíka dansstíla, fólk velur hvort það vill læra og í lok tímans er lítil sýning. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og kemur öllum í gott skap og sýnir nýjar hliðar á hópnum. Skemmtileg kombó eru til dæmis: Beyoncé og Rocky Horror, Bollywood og diskó, Afró og magadans, en hægt er að gera ýmsar blöndur.

 

1/1

 

Við vorum gæsahópur sem þekktist ekki mikið en völdum Burlesque með Margréti Erlu Maack og þvilikt sem það var góð ákvörðun. Við frelsandi dansinn leystist úr læðingi innri tjáningarkraftur sem sýndi okkur í fegurstu mynd. Það myndaðist sameining í því að fagna kynverum í öllu formi og deila nektinni saman í lokanúmerinu (brjóstadúskaæfingum)! Mæli eindregið með frábærri upplifun!

- Jóhanna Ella og fylgigæsir

Ekkert fær konu jafn mikið til að geisla af kynorku og komast í snertingu við sína innri valkyrju og að sveifla til mjöðmunum við femínískan fagurgalann hennar Beyoncé. Magga Maack hefur stórkostlegt lag á því að fá ótrúlegasta fólk til að dansa með attitjúdi og orku. Gæsunarföruneytið mitt samanstóð af all skonar fólki og hún átti ekki í neinum vandræðum með fá okkur öll til að skríða twerkandi um gólfið; bæði mæður og bræður, vini og vinkonur. Ég kann ekki lengur sporin, en ég man ennþá hvernig við gengum himinlifandi út úr Kramhúsinu eftir þennan kynngimagnaða tíma!

- Inga Auðbjörg Straumland

Ég skipulagði óvissuferð fyrir starfsfólk Laufásborgar og hluti af því var að fara í magadans í Kramhúsinu hjá Margréti. Frábær stemmning, mikið stuð, lærdómsríkt og hristi hópinn saman! Mæli hiklaust með þessu! 

 - Hávarr Hermóðsson

Eftir að hafa farið til Margrétar Erlu sjálf um árið þegar ég var gæsuð og nú nýlega aftur í burlesque-tíma í annarri gæsun – þá er ég star-struck. Það er svo miklu meira en bara jákvæð líkamsímynd sem hún smitar mann af í kennslunni, heldur er líka unun að verða vitni af heilbrigðu sjálfstrausti, kynþokka og yfirvegun. Styrkurinn og fagmennskan nær langt fram yfir fingurgóma og hárlokka og það er ótrúlega mikið lagt í eina svona kennslustund, sem er aðlöguð að hverjum hópi. Frábær, frábær, frábær!

 - Guðrún Inga Torfadóttir,  gæs og gæsandi

Ég tek helst ekki við hópum kl. 16 og seinna á laugardögum.
Á þessum árstíma eru meiri líkur en minni að ég sé að skemmta um kvöldið og ég þarf loft á milli til undirbúnings og brjóstagjafar. Ég get ekki kennt fleiri en þrjá tíma á dag.