Frestanir og afbókanir

Þegar ég er búin að lofa mér í að skemmta einhvers staðar, þarf ég að segja nei við öðrum fyrirspurnum. Þegar fólk neyðist til að hætta við eða fresta setur það mig í erfiða stöðu og þess vegna eru þessir skilmálar á bókunum á mér - s.s. eftir að báðir aðilar hafa staðfest bókun:

STAÐFESTINGARGJALD

Ef ég er bókuð langt fram í tímann rukka ég stundum staðfestingargjald til þess að negla niður kvöldið, sem er 1/3-1/2 af lokaverðinu. Þetta gjald er ekki hægt að fá endurgreitt nema ég hætti við giggið af einhverjum sökum. Ef slíkt gerist mun ég leitast við að hjálpa ykkur að finna einhvern í minn stað.

FRESTANIR VEGNA COVID-19
Ef veislu er frestað vegna kórónuveirunnar mun ég fara fram á að fá greiddan helming greiðslu næstu mánaðamót, og restina eftir að partýið okkar hefur átt sér stað. Ef þið frestið partýinu og ný dagsetning er dagsetning sem ég er bókuð annað, telst það afbókun.
 

AFBÓKANIR

Ef afbókað er með minna en mánaðarfyrirvara neyðist ég til að rukka fullt verð.

AF VEF LANDLÆKNIS:

Á að hætta við ráðstefnur og aðrar fjölmennar samkomur, loka söfnum o.s.frv.?
-Ekki hefur verið sett á samkomubann. Ef smit verður útbreitt í íslensku samfélagi getur verið að gripið verði til slíkra ráðstafana.

-Skipuleggjendur og þátttakendur slíkra viðburða eru hvattir til að íhuga aðgerðir til að draga úr hættu á dreifingu smits við slíkar aðstæður, s.s. með góðu aðgengi að hreinlætisaðstöðu og/eða handspritti, beiðnum til þátttakenda sem ferðast hafa um áhættusvæði um að mæta ekki á slíka viðburði og reglulegri sótthreinsun yfirborða sem margir snerta.

-Í vissum tilvikum getur verið viðeigandi að fresta eða breyta umgengnisreglum á slíkum samkomum þótt ekki sé í gildi samkomubann, s.s. ef ætlast er til að gestir snerti sýningargripi sem erfitt er að sótthreinsa eða ef þátttakendur sýninga eða leiðbeinendur á námskeiði koma frá áhættusvæðum.