NÆSTU NÁMSKEIÐ:

Ég kenni dansnámskeið í Kramhúsinu, sem hefur verið kallað G-blettur 101, og ekki að ástæðulausu. Í Kramhúsinu er líkamsvirðing í hávegum höfð og virðing er borin fyrir því að fólk kemur á dansnámskeið á alls konar forsendum, og fyrst og fremst til að rækta geðið. Ég tek einnig við hópum í sérsniðna hópatíma, t.d. vinnustaða- eða vinahópa, gæsa- eða steggjapartý

 Ef þú vilt að ég hnippi í þig þegar skráning á næstu námskeiðin mín byrjar, þá geturðu fyllt út þetta form hér: 

Það voru ekki liðnar 5 mínútur af fyrsta tímanum þegar ég hóf að dansa sem aldrei fyrr. Þessar fyrstu mínútur voru skemmtilegri en öll fjórtán árin mín í ballet til samans og eftir tímann skokkaði ég sveitt og hamingjusöm heim. Ég bæði lærði að dansa á nýjan hátt og að meta líkama minn. Allt í einu spilaði hamborgararassinn minn lykilhlutverk í danssporum, aldrei hefði ég trúað því. 

- Anna Margrét, nemandi

Streita á það til að safnast saman á mjaðmasvæðinu og Elín Ásbjarnardóttir Strandberg og Margrét Erla Maack standa fyrir frábærum tímum á aðventunni sem nota magadans og yin-jóga til að losa um mjaðmirnar í svartasta skammdeginu.

Við byrjum í klukkutíma af magadansi og endum svo á klukkutíma af yin-jóga.

Magadans á uppruna sinn í Mið-Austurlöndum þar sem konur dansa í gegnum hin ýmsu þrep lífsins til að liðka sig, styrkja og gleðja. Tíminn hentar þeim sem aldrei hafa dansað áður, sem og fólki með alls konar dansbakgrunn. Yin-jóga gerir líkamanum kleift að losa um uppsafnaða spennu og stirðleika í lið- og bandvefjum líkamans.​

13. DES

MJAÐMVENTAN

MJAÐMA- OG STREITULOSUN

Safe Space - 6 vikna námskeið

Hefst 14. janúar

Kennt á þriðjudögum kl. 21:15-22:15 

 

Hér er námskeið fyrir allar þær sem hafa hingað til látið afsakanirnar hindra sig í að koma. Danstímarnir miða að því að hafa gaman, fá útrás og fíflast í ákveðnu vernduðu umhverfi. Kramhúsið hefur alla tíð verið mikið líkams- og aldursvirðingahús og verða tímarnir smíðaðir í kringum þær sem skrá sig til leiks. Hér er enginn að dæma.First class of a six week safe space dance class in Kramhúsið dance studio.

 

14. JAN:

SAFE SPACE

NÁMSKEIÐ

Er ekki viðeigandi að hefja árið 2020 í brjáluðu bannárafjöri? Fjölmargir vinnustaðir eru með 1920 þema á árshátíðinni svo við ákváðum að skella í stutt námskeið þar sem grunnstoðir Charleston verða kenndar með dassi af bannárabúllusporum. Komdu í tímaflakk og settu á þig síða perlufesti! Námskeiðið er þrír tímar og tímarnir miða að byrjendum. Gott er að vera í skóm sem gerðir eru til að dansa í, hælaskóm sem ekki lita gólf, mjúkum dansskóm eða einfaldlega á sokkunum. Strigaskór gætu verið of stamir fyrir Charleston-spor og gætu leitt til ökkla- eða hnjámeiðsla.

 

A short three week coure in 1920's / Charleston starts n Kramhúsið dance studio. 
 

6. FEB:

CHARLESTON/1920s

NÁMSKEIÐ

Safe Space - 6 vikna námskeið

Hefst 25. febrúar

Kennt á þriðjudögum kl. 21:15-22:15 

 

Hér er námskeið fyrir allar þær sem hafa hingað til látið afsakanirnar hindra sig í að koma. Danstímarnir miða að því að hafa gaman, fá útrás og fíflast í ákveðnu vernduðu umhverfi. Kramhúsið hefur alla tíð verið mikið líkams- og aldursvirðingahús og verða tímarnir smíðaðir í kringum þær sem skrá sig til leiks. Hér er enginn að dæma.First class of a six week safe space dance class in Kramhúsið dance studio.

 

25. FEB:

SAFE SPACE

NÁMSKEIÐ

​Á föstudögum og laugardögum get ég tekið við hópum í sérsniðna hópatíma í Kramhúsinu og i mars, apríl og maí eru laugardagarnir þéttsetnir. Ég mæli með að huga snemma að því að bóka!

Klukkutíma danstími er mjög vinsæll í gæsa- og steggjapartýum, hópefli fyrirtækja, afmælum og óvissuferðum og eru skemmtileg leið til að hrista hópinn saman, bókstaflega.​

Burlesque, Broadway, 

Beyoncé, Rocky Horror, Lizzo, Bollywood, klappstýrufjör, Tina Turner, magadans, Lady Gaga, Chicago, 1920s...

MARS, APRÍL

OG MAÍ: GÆSANIR

Burlesque - 6 vikna námskeið

Hefst 13. janúar

Kennt á mánudögum kl. 20:45-21:45

 

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Burlesque er 

kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Markmið námskeiðsins er að kveikja á þokkanum og baða sig í dýrðarljóma liðinnar tíðar. Sérstök áhersla á þessu námskeiði verður á hreyfingar og dansinn sjálfan.

First class of a six week burlesque course in Kramhúsið dance studio.

 

13. JAN:

SEX VIKNA BURLESQUE-NÁMSKEIÐ

LIZZO! - 6 vikna námskeið
Hefst 15. janúar
Kennt á miðvikudögum 20:45-21:45

 

Beyoncé-tímar í Kramhúsinu hafa heldur betur slegið í gegn en nú er kominn tími á að heilsa upp á aðra dívu, enga aðra en Lizzo. Tónlist Lizzo og dansspor eru uppfull af gleði, dívulátum, húmor og næringu!  Námskeiðið hentar fólki með engan og allskyns dansbakgrunn og er hugsað sem útrás við skemmtilega samtímatónlist.First class of a six week LIZZO (and other modern pop divas) danceecourse in Kramhúsið dance studio.

 

15. JAN:
LIZZO-

DANSNÁMSKEIÐ

Burlesque - 6 vikna námskeið

Hefst 24. febrúar

Kennt á mánudögum kl. 20:45-21:45

 

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Burlesque er 

kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Markmið námskeiðsins er að kveikja á þokkanum og baða sig í dýrðarljóma liðinnar tíðar. Sérstök áhersla á þessu námskeiði verður á hreyfingar og dansinn sjálfan.

First class of a six week burlesque course in Kramhúsið dance studio.

 

24. FEB:

SEX VIKNA BURLESQUE-NÁMSKEIÐ

LIZZO! - 6 vikna námskeið
Hefst 26. febrúar
Kennt á miðvikudögum 20:45-21:45

 

Beyoncé-tímar í Kramhúsinu hafa heldur betur slegið í gegn en nú er kominn tími á að heilsa upp á aðra dívu, enga aðra en Lizzo. Tónlist Lizzo og dansspor eru uppfull af gleði, dívulátum, húmor og næringu!  Námskeiðið hentar fólki með engan og allskyns dansbakgrunn og er hugsað sem útrás við skemmtilega samtímatónlist.First class of a six week LIZZO (and other modern pop divas) danceecourse in Kramhúsið dance studio.

 

26. FEB:
LIZZO-

DANSNÁMSKEIÐ