Vinsamlega athugið: Ég tek ekki að mér fleiri skemmtanir
föstudags- eða laugardagskvöld út árið 2025.
Sundballetthópurinn Eilífðin eru systurnar Margrét Erla Maack og Vigdís Perla Maack. Hópurinn var stofnaður 2017 í Barcelona og síðan sumarið 2021 hafa þær fengið þær styrk frá Reykjavíkurborg til að vera með sundballetttíma í Vesturbæjarlaug og Sundhöll.
2025 verðum við í Vesturbæjarlaug:
11. ágúst kl. 17
14. ágúst kl. 17
18. ágúst kl. 17
21. ágúst kl. 17
Systurnar taka einnig að sér að kenna ýmsum hópum, til dæmis gæsunum, steggjunum, fjölskyldum, hópefli fyrirtækja, afmælum fullorðinna og barna, svo fátt eitt sé nefnt. Við komum með sundhettur og hljómflutningstæki.
Ef þú vilt að ég láti vita þegar næstu sundballetttímar fara í gang, mæli ég með að skrá sig á póstlistann minn.

Vinsamlega athugið að sundlaugar geta meinað fólki um aðgang sem er bersýnilega ölvað. Einnig eru æfingarnar sem við gerum þess eðlis að það er ekki æskilegt að vera ölvaður. Við höfum lent í því að sundlaugaverðir hafa meinað gæs um inngöngu í sundlaug því hún sturtaði í sig bjór í anddyrinu, og einnig hafa sundlaugaverðir bannað okkur að halda tímann vegna ástands gesta.
Ef ölvun stendur í vegi fyrir því að tíminn geti átt sér stað neyðumst við til að rukka fullt verð. Við erum búnar að taka frá tímann, borga brautarleigu, fá barnapössun og raða lífi okkar í kringum giggið.