top of page

BRÚÐKAUP

Ég á allskonar á matseðlinum sem hentar hinum blómstrandi brúðkaupsbissness. Allt frá gæsapartýinu til þess að DJa veisluna. Hér fyrir neðan er það sem ég býð upp á, og einnig er hægt að nota takkana hér til hliðar til að fara á þá þjónustu sem þú vilt ------>

Verð sem fram koma hér á síðunni miðast við Höfuðborgarsvæðið, ef ekkert verð er tekið fram fer það eftir fjölda gesta, tíma árs og öðru umfangi.

Dansatriði vina
DJ

Takk fyrir póstinn // Thank you for the message

PXL_20220520_124750238.jpg

Athafnastjórn

Ég er nýútskrifuð úr athafnastjóranámi hjá Siðmennt og ég má gifta fólk! Tilvalið fyrir þau sem vilja persónulega og einlæga athöfn eftir sínu höfði þar sem trúarbrögðum er ekki flækt í ástareiningu hjónabandsins.

​Bókið mig í gegnum heimasíðu Siðmenntar.

66449251_10219955001486428_2432927973356077056_n-2.jpg

Skemmtiatriði

Ég á fjöldann allan af skemmtiatriðum og innkomum fyrir veisluna og hér er eru dæmi um slík:

37730051_10217143334276505_6399385375642484736_n.jpg

Pubquiz um brúðhjónin

Jafnvægi milli þess að spyrja um brúðhjónin eða að spyrja út úr áhugasviði þeirra og sögunni þeirra. Tilvalið fyrir brúðhjón sem elska pubquiz. Verð fer eftir umfangi, fjölda gesta og hvort ég reddi vinningum eða þið.

Barnadiskó

Ef það eru krakkar í veislunni sem munu svo fara þegar partýið byrjar þá er gaman að gefa þeim smá partý! Barnadiskótek með alls konar fjöri í anda Bene/Tene hótelbarnadiskóa.

Verð fer eftir fjölda og hvenær kvöldsins.

244720784_267890782014837_2119382370272564487_n.jpg

Sirkus/kabarett/burlesk

Ef veislugestir eru af mörgum þjóðernum er sniðugt að vera með sjónræn atriði. Ég get sett saman alls konar skemmtilegt prógramm með mínu fólki, hvort sem það er fjölskylduskemmtun með hreinræktuðum sirkus, kabarettsýning sem er aðeins fullorðins eða full blown burlesk-sýning á miðnætti. Einnig hef ég séð um brúðkaup þar sem kom burlesk-, drag-, eða sirkusatriði á 30 mínútna fresti innan í partýinu, sem heppnaðist ótrulega vel. 

Verð fer eftir umfangi og stærð veislunnar.

Danskennsla til að koma partýinu af stað

Eftir fyrsta dans kemur oft svona smá bil milli hans og þess að dansgólfið fari á fullan snúning. Þetta er hvimleitt því að fílestir brúðkaupssalir hafa bara leyfi til 1 eða 2 - svo það er sorglegt að svo mikill timi fari í dauða stund. Lausnin er sú að fá gríndanskennslu til að koma fólkinu upp úr sætunum og gefa þeim sjálfstraust til að hefja dansleikinn! Ég get kennt alllllskonar. Vinsælast núna er Bollywood, Beyoncé, 1920s eða diskó.

Verð: 50.000

Karaoke

Hver elskar ekki karaoke? Ok, mjög mörg elska ekki karaoke, en sum elska það mjög mikið! Ef þú átt þannig vinahóp er mjög skemmtilegt að hafa karaoke í veislunni, einnig er ekkert mál að blanda saman karaoke og DJun! 

Screenshot 2021-03-31 at 23.02_edited.jpg

Gæsanir/steggjanir

Föstudagar og laugardagar frá miðjum mars og fram í júní eru undirlagðir af gæsunum og steggjunum. Ég get tekið við hópóum í Kramhúsið eða komið til ykkar. Algengast eru ýmsir danstímar til dæmis burlesque, Beyoncé, twerk special, klappstýrutimar, magadans, boybands eða Magic Mike en ég á líka alls konar hópeflisleiki og slíkt ef það þarf að hrista hópinn ærlega saman. Nánar má lesa um svona tíma á gæsa- og steggjapartýsíðunni minni.

Verð fer eftir fjölda fólks, hvort þið viljið fá mig í heimahús eða koma í Kramhúsið og þá hversu mikla aðstöðu þið viljið (t.d. sturtur, gufu, skálitima á útipalli eftir tímann).

279380543_528918672093847_9056769183242355142_n.jpg

Veislustjórn

Gefðu þínum nánustu frí til að njóta stóra dagsins með þér og fáðu fagmanneskju til að stjórna veislunni. Samskipti við eldhús, tímastjórnun, virkjun gesta og ég treysti mér til að segja fulla frænda að mælendaskráin sé orðin full! Ég á líka fullt af atriðum uppi í erminni og get skellt í pubquiz fyrir ykkur og enda borðhald á að kenna fólki einhvern skemmtilegan partýdans. Ég get einnig DJað og get því verið með stóran og góðan skemmtipakka fyrir ykkur. Nánar má lesa um veislustjórn hér.

70281501_1255289711309827_6095545116947120128_o.jpg

Blöðruatriðið

Allra vinsælasta atriðið mitt. Sambland af sirkus og burlesk, sexý en fer ekki yfir strikið og hentar breiðum aldurshópi. Auðvelt að hafa blöðrur í stíl við aðrar skreytingar í veislunni. Blöðrustripp, sverðgleypingar og hnífakast. 

FYRSTI DANS

​Ég tek að mér að kenna pörum að dansa fyrsta dansinn, veita þeim pepp og nokkur skemmtileg trix. Ég get komið til ykkar eða við getum verið í Kramhúsinu. Ég sérhæfi mig í að kenna folki sem kann nákvæmlega ekki neitt og allt á milli hefðbundins brúðarvals yfir í einhvern allllgjöran fíflagang!

Gott er að tilgreina í skilaboðum til mín hvaða lag þið mynduð helst vilja dansa við eða hvaða stíl þið sjáið fyrir ykkur.

Ef þið eruð hugmyndalaus með lag þá er hér playlisti með hugmyndum á Spotify
Verðskrá: 
                                                í heimahúsi eða

                             í Kramhúsinu              þið reddið stað

Einn tími               35000                         25000

Tveir tímar            55000                         45000

þrír tímar              65000                         55000

Screen Shot 2018-07-31 at 20_07_03.png

DJ

​Ég les vel í hópinn og henta breiðu aldursbili, tek mikið af óskalögum og innifalin er danskennsla til að koma gólfinu af stað (sjá hér til hliðar) og svo stekk ég líka ut á ágólf við og við til að passa að fólk sé nú alveg að gera réttan dans við Single Ladies og svona. Verð fer eftir stærð veislu, staðsetningu og hversu lengi þið gerið ráð fyrir mér á staðnum.

Gæsanir/steggjanir
Athafnastjóri
Fyrsti dansinn
Skemmitiatriði
Veislustjórn
Koma partýinu af stað
Quiz um brúðhjónin
Hafa samband
Blöðruatriði
Sirkus/Kabarett
Karaoke
Barnadiskó
bottom of page