top of page
66649455_2689453854415202_4634689734415745024_n (1).png

BARNAAFMÆLI

Skemmtilegt prógramm sem hentar barnaafmælum þegar fullorðna fólkið vill aðeins slaka og virkar vel til að nýta sykurorkuna vel áður en haldið er heim. Auðvelt er að laga prógrammið að aldri gestanna. Prógrammið sækir innblástur til minidiskóa sólarlandahótela, hópeflisleikja úr sumarbúðum (ég hef verið sjálfboðaliði í sumarbúðum CISV í Ekvador, Indónesíu og Mexíkó), með dassi af íslenskum hermilögum eins og hókípókí, Súperman, fugladansinum og fleira. Skemmtunin hentar:

- Í barnaafmælum,

- á fjölskyldudögum fyrirtækja,

- bæjarhátíðum,

- vorhátíðum leikskóla,

- á ættarmótum

- í brúðkaupum þar sem börnin fá smá djamm áður en þau fara heim. Auðvelt er að hafa skemmtunina utandyra (sjá mynd), innandyra (en þarf ágætt pláss), hægt er að koma í Kramhúsið og ég býð líka upp á sundleiki og -dans. Ég kem með hljómflutningstæki.

Við Lalli töframaður tökum einnig að okkur allan pakkann þar sem við skemmtum börnunum og virkjum þau.

bottom of page