BOLLYWOODDANSHÓPUR

Bollywood-danshópurinn minn hefur verið að koma mikið fram síðastliðin ár enda erum við að safna okkur fyrir ferðalagi til Indlands. Við dönsum einn dans og fáum svo alla út á gólfið og kenna grunnspor. Mjög skemmtilegt, öðruvísi og eftirminnilegt. Hentar best sem síðasta atriði, milli borðhalds og dansgólfs, plötusnúður eða hljómsveit byrjar þá með pakkað dansgólf. Í myndaalbúminu eru myndir af danshópnum og mjög glöðum gestum.

Bollywoodhópurinn var hápunktur á vel heppnaðri árshátíð. Sýningin var flott og þær hrifu alla með og hristu saman í dans. Við vorum öll mega ánægð með þær og mælum eindregið með þeim. - Friðgeir Torfi, Meniga