BURLESKFERÐIR TIL NEW YORK
Tvær dagsetningar í boði:
16.-20. nóv 2022
17.-21. maí 2023 UPPPANTAÐ
(hægt að skrá sig á biðlista)
Allt það besta sem New York,
borg allra borga, býður upp á:
Sýningar - matur - námskeið
burlesk - drag - sirkus
Fararstýrur: Margrét Maack og Gógó Starr
„Ég kveikti ekki alveg á New York, þangað til ég fór í burlesk-ferð með Dömum og herra, þar sem Margrét raðaði upp hlaðborði af skemmtun, mat, leik, list og lærdómi. Minn helsti kvíði á ferðalögum er að missa af góðum veitingastöðum og velja ekki rétt - en í svona ferð er tíminn og vesenið sem fer í að meta hvar skuli borða í algjöru lágmarki. Svo er nóg af frítíma líka til að kjarna sig utan hóps og kynnast borginni á sínum forsendum. Mæli með.“
- Brynhildur Björnsdóttir

Hópur í tíma í New York School of Burlesque með Dirty Martini
Ferðaplan
Hér er loðið ferðaplan. Planið mun taka mið af þeim sýningum sem í boði eru í New York þegar við förum. Þegar við förum út að borða er vín og annað áfengi ekki innifalið.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er í boði, það er ekki gaman að fara til New York í of stórum hóp!
Innifalið er:
Flug í venjulegu sæti með einni inntékkaðri tösku og einni handfarangurstösku (en hægt að bóka bara gistingu og prógramm, sjá neðar).
Gisting
Transport til og frá flugvelli í New York (ekki á Íslandi).
Fimmtudagur: Burlesktími, hádegismatur, kvöldmatur, sýningar um kvöldið.
Föstudagur: Morgunmatur, Tenement Museum, túr um Slipper Room og spjall við performera, kvöldmatur, sýning.
Laugardagur: Frjáls dagur - ferðalangar ráðstafa honum sjálfir.
Sunnudagur: Burlesk bröns
Hver og einn ferðalangur fær cash til að tipsa gógódansara og í transportstyrk fyrir lestir og leigubíla, sem ræðst af sölu á fjáröflunarsýningu.
Hver eru skráð?
Nóvember:
Svanhvít Thea
Erla Margrét
Sunna Vilhjálms
Hjálmar Forni
Ester Auður
Maí:
Halla Kristín
Margrét Ása
Róberta
Júlíana
María Sarabia
Júlíana
Sigríður
Aldís Dagmar
Hanna Guðmunds
Særós
Laufey Haralds
Ragga Sara
Brynhildur Bjöss
Miðvikudagur
17:00 flug frá Keflavíkurflugvelli.
19:00 Lent í New York að staðartíma.
Frjálst kvöld en fólk er hvatt til að reyna að halda sér vakandi til miðnættis til að koma líkamsklukkunni á rétt ról.
Laugardagur
Frjáls dagur. Sjá hugmyndir og meðmælalista neðar á síðunni (er að vinna í honum).
Fimmtudagur
Burlesktími í New York School of Burlesque
hálftíma labb gegnum East Village
Hádegismatur í nágrenninu
Frjáls tími en í boði að fara með Gógó Starr í Garnment District.
19:00 kvöldmatur (ákveðum hvar þegar við vitum hvaða sjóv eru í boði)
Kvöld: Sýningar - hægt að velja um að fara á burlesk-sýningu með Margréti eða dragsýningu með Gógó.
Hittumst á Slipper Room að þeim sýningum loknum fyrir þau sem vilja halda áfram.
Sunnudagur
Morgun: Pakka sér saman, frjáls tími
13:00 Burlesque Brunch!
16:30 Leggja af stað út á völl
Föstudagur
Morgunmatur á Kossars beyglustaðnum og Donut Plant
Tenement Museum - safn um gömlu New York með frábæra labbitúra. Fáum líklega sérsmíðaðan túr!
Frjáls tími
18:00 hittumst í lobbýi hótelsins og löbbum saman á Slipper Room.
Skoðunartúr um Slipper Room og spjall við legends.
Borðað í nágrenninu.
21:30 Slipper Room Show! (sem er alveg til 4 um nóttina, frjálst að fara heim þegar fólk verður þreytt)
Mánudagur
6:30 Lenda í Keflavík og taka á móti hversdeginum með gleði.
Mæli með að taka frí í vinnu þennan dag ef hægt, annars fá að mæta á hádegi.
Alls konar sneddí í New York:
Hér eru hlutir sem ég mæli með. Ég er ekki að fara að mæla með Empire State eða einhverju beisikk, heldur bara hlutum sem mér þykja mergjaðir. Endilega spyrjið ykkar fólk með hverju það mælir. Og ef þig hefur alltaf langað að prófa einhvern exótískan mat þá get ég LOFAÐ að það er hægt að fá hann í New York. Við munum fara á nokkra af mínum uppáhaldsstöðum svo þeir eru ekki hér upptaldir.
Raoul's
Tvímælalaust uppáhalds-veitingastaðurinn minn. Stofnaður 1975 og er hinn sanni franski bistro með svona aðeins of erótískri list á veggjunum. Bestu martiníar í bænum og tarotspákona á efri hæðinni. Mæli með að fá piparsteikina en splitta henni í tvennt með vini, hún er mjög vel útilátin! ATH það VERÐUR að panta borð og opnað er fyrir borðapantanir viku fyrir daginn sem þú vilt koma.
Café Mogador
Frábær marakkóskur veitingastaður í East Village. Algjör upplifun og yndislegt.
Essex Market
Í nágrenni hótelsins okkar er Essex Market sem er frábær mathöll með æðislegri ostabúð og alls konar búðum, auk fjölbreytts úrval matsölustaða. Miklu meira lókal og ekki eins bissí og Chelsea Market.
Van Leeuwen Ice Cream
Þetta er ísbúðin sem vantar á Íslandi. Glæsilegt úrval af veganísum SEM ERU EKKI SORBET og óveganísum.
10 stig.
Comedy Cellar
Algjör menningarstofnun. Þarna er hægt að sjá stærstu uppistandsstjörnurnar prófa nýtt efni. Lítill, sveittur og innilegur. Pantið borð!
Kalustyan
Fyrir mörgum árum ákvað leigubílstjóri nokkur að opna kryddbúð með kryddum sem hann saknaði frá heimalandinu. Smátt og smátt fór að hann að flytja inn og selja krydd og mat sem aðrir leigubílstjórar söknuðu. Núna teygir búðin sig yfir um sex verslunarrými sem selur nákvæmlega öll krydd í heimi og sitthvað fleira. Ég vil biðjast fyrirfram afsökunar á valkvíðanum sem þið fáið sem og hvað þið eruð að fara að verja miklum pening þarna. Síðast þegar ég fór varði ég 440 dollurum. Algjört möst fyrir matarnörda!!!
Yuca Bar
Dásamlegur suður-amerískur tapasbar. Stórkostlegur bröns, vel gerðar sangríur og mojito með alvöru sykurreyr. Gaman að fara nokkur saman og smakka alls konar. Mæli með að panta borð.
Rice to Riches
Grjónagrautsstaður með alls konar toppings og
skemmtilegum brögðum.
Frábær morgunmatur, kaffitímasnarl eða late night snack og skemmtilegt inspó fyrir heimagrjónagrautinn.
Museum of
Ice Cream
Þú heldur kannski að þetta sé eitthvað sniðugt nafn á ísbúð en NEI. Það er íssafn í New York fyrir allar þínar ís- og instagramfantasíur. Til að fá sem mest út úr selfíleiknum mæli ég með að klæðast pastellitum.
Swedish Marionette Theater
Perla í Central Park. Vinur okkar Broody Valentino stjórnar þarna brúðum og gerir búninga! Algjört kjút. Ódýrir miðar og næs. Látið hann vita ef þið ætlið að kíkja svo hann geti leyft ykkur að skoða á bakvið eftir sýninguna!
Trader Joe's
Að fara í matvöruverslun í útlöndum er fyrir mér eins og að fara á safn. Þessi búð er mjög skemmtileg. Hér er aldeilis hægt að fylla á snakkbirgðir heimilisins og kaupa skrýtna en góða drykki. Trader Joes er með pínulitla og rosalega bissí búð uppi við Union Square en útibúið í Lower East Side (rétt hjá Essex Market þar sem við borðum hádegismat á föstudeginum) er risastórt, ekki eins bissi og með betra úrval. Mæli með facebook hópnum Favorite Trader Joe’s Products til að undirbúa sig vel. Góða skemmtun.
Caracas Arepa Bar
Arepas, Empanadas, ótrúlegar sósur og kókoshnetusjeik. Caracas er venesúelískur veitingastaður í Williamsburg. Æði.
Economy Candy
MJÖG ÞRÖNG og PÍNULÍTIL sælgætisbúð með rosalega skemmtilegu nammi og ótrúlegu úrvali. Frábært að stoppa þarna ef þið viljið slá í gegn hjá krökkunum ykkar eða nammisjúkum maka. ATH ekki fara of mörg þarna inn í einu!!!!!
Sleep No More
Sleep No More er leikhús sem þú gengur í gegnum, völundarhús byggt á Macbeth. Ótrúlega flott sýning sem ég hef farið fjórum sinnum á, hvílík upplifun og smáatriði. Sambland af leikhúsi, hönnun, burlesk, nútímadansi, völundarhúsi, tónlist, upplifunarleikhúsi, sirkus.... svo fátt eitt sé nefnt.
Fegurð og lúxus
Mæli með að fara í fót- og handsnyrtingu, nudd ýmiskonar, vax og threading. New York er á háum klassa og svona staðir eru út um allt. Google Maps er vinur þinn.
PIZZA!!!
Það er mjög erfitt að fá vonda pizzu í New York. Og ef hún er ekki frábær þá kostar risasneið líklega 1-2 dollara sem er snilld. Ef þú ert hins vegar pizzuNÖRD þá er hægt að fara í pizzuferðir, gönguferðir og í rútu með æðislegum gaur sem er pizzusagnfræðingur!!! Líka gaman að horfa á heimildamyndina, hún er á Amazon Prime.
Chelsea Market
Chelsea Market er mathöll allra mathalla Frábærir ressar og góður stemmari. Sætar litlar búðir með frábærum minjagripum sem hægt er að borða.
Chinatown
Ice Cream Factory
Exótískasta ísbúðin. Hér er sko bannað að fá sér vanilluís! Mínir uppáhalds eru black sesame og matcha oreo. Tilvalið í degi í China Town / Little Italy og fara í mai/pedi eða nudd, fá sér pizzu og svo fara þangað. Mega.
Broadway!
Ef þú hefur aldrei komið til New York er möst að fara á söngleik. Best er að kaupa miða með stuttum fyrirvara í gegnum t.d. TKTS-heimasíðuna, þá er hægt að fá miða á fínasta verði. Suma vikudaga eru matinée-sýningar kl. 2 eða 3 sem er frábært ef veður er leiðinlegt eða of heitt.
Apótek
Ég elska amerísk apótek! Ódýrt meiköpp og frábær amerísk flensulyf. 10/10.