top of page
87541555_10162973281915287_8266770442216275968_o.jpg

EINKATÍMAR Í BURLESQUE

Eftir því sem burlesque-samfélagið stækkar hef ég fengið fleiri og fleiri fyrirspurnir um einkatíma. Hvort sem þú vilt læra algjöra grunntækni, vinna í karaktervinnu, slípa atriði eða slíkt er einkatími frábær leið til að fá mikið út úr stuttum tíma. Best er að vera í dansstúdíói eins og Kramhúsinu, þar sem ég get fengið sal á góðum prís, í danssölum öðrum eða bara í rúmri stofu. Minni þó á að best er að hafa spegil til að fá sem mest út úr tímanum. 

Stakur tími: 12.000 // Þrír tímar eða fleiri: 10.000 per tími

Leiga í Kramhúsinu er 5000 per klukkutíma.

Vinsamlega athugið að þetta verð er eingöngu fyrir einkatíma, fyrir einn nemanda. Ef þið eruð fleiri en tvö er verðið annað. Ef þú ert að leita að tíma fyrir vinahópin, t.d. gæsapartý, þá er bókunarsíðan fyrir slíkt hér.

Sendu fyrirspurn og ég svara innan sólarhrings

Takk! Heyrumst bráðlega

mem28517809027_e805a9682f_k.jpg

Áður en þú bókar tíma...

er gott að sjá fyrir sér í hverju þú vilt helst vinna. Hér i þessari töflu eru hugmyndir að þematímum, en hægt er að sameina tvo til þrjá hluti á einum klukkutíma og fara þá grynnra i hvert og eitt. Það sem ég get kennt er miklu meira en þessar hugmyndir gefa til kynna, svo ekki hika við að spyrja um eitthvað annað.

Einkatími er ekki ódýr, enda er þetta lúxustími sem er sérsniðinn að þér og þú færð óskipta athygli, eðlilega. Sex vikna námskeið með mér í Kramhúsinu kosta aðeins 18.800.

MissMokki01-high.gif

Rassatrix og hristur

Við finnum þær hristur sem henta þér best, atriðinu þínu eða búningnum. Farið er yfir standandi hristur og hristur á gólfi, hvernig við afmörkum hreyfinguna og látum hana ferðast um líkamann.

Stig: Byrjendur, miðstig, framhalds, fagfólk

Atriðaslípun

Ertu að vinna í atriði og vantar herslumuninn? Hvort sem um er að ræða hreyfingarnar, söguna, nota leikmuninn betur, finna á milli aðal- og aukaatriða eða nokkur smáatriði þá er ég ótrúlega góð að hjálpa til með svona.

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

​Á mynd: Mrs. S

269695112_10165712778425287_5119124743538021328_n.jpg

Gólfflæði

Gólftækni getur bætt miklu og góðu við atriði. Að komast niður á gólf og upp úr því aftur, hvernig við feikum liðleika og öðlumst styrk. 

Stig: Byrjendur, miðstig, framhalds, fagfólk

23456259_10159548625775285_836878103145871325_o.jpg

Að kynna burlesk-sýningu

Að kynna burlesque-sýningu er ákveðin list sem byggir á útsjónarsemi, hlustun og miklum samskiptum við áhorfendur. 

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

mem 29517622848_5d3d546078_k.jpg

Grunntækni

Grunnspor, bumps, grinds, hristur, öldur (ondulations), andardráttur, ferðaspor og kóreógrafía. Í þessum tíma er orða- og hreyfiforðinn kenndur.

Stig: Byrjendur

222560220_10165276801980287_1745809310330265358_n.jpg

Fjaðurbóa

Fjaðurbóan er klassískur leikmunur í burlesque-inu og er grunnur að svo mörgu öðru. Boan getur kveikt mikið á atriðasköpun. Þú getur komið með þína eigin eða ég get lánað.

Stig: Byrjendur, miðstig

​Á mynd: María Callista

61127526_10161736116635285_1514376426000744448_n.jpg

Spuni og hreyfigæði

Klukkutími þar sem við förum yfir uppbyggingu á hreyfimynstrum, og hvaða lykla við höfum til að opna spunagáttirnar. Mjög oft er hægt að skapa atriði með því að spinna og skoða hvað við gerum. Þessi tími hentar fólki sem er sjóað í burlesk.

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

​Á mynd: Miss Mimi

Kóreógrafía

Ef þú ert með atriðahugmynd, búning og lag en eina sem vantar eru sporin, þá get ég hjálpað þér! Við þurfum líklegast tvo til þrjá tíma saman til að vinna atriði. Mikilvægt: Þú kemur með hugmyndina og söguna, ég hjálpa bara til við hreyfingar.

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

​Á mynd: Bibi Bioux

MissMokki01-high-4.gif

Brjóstadúskar

Og hún vippar af sér brjóstahaldaranum og þeytir brjóstadúskunum í allar áttir!!! Brjóstadúskar eru aðalsmerki burlesque-sins og til að snúa þeim er alls konar tækni sem hentar mismunandi bringum. 

 

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk 

gógó _MG_0239.jpg

Andlit og karaktervinna

Hvað á ég eiginlega að gera með andlitinu? Ógeðslega skemmtilegur tími þar sem andlitið vaknar og hjálpar okkur við að tengja við áhorfandann.

Stig: Byrjendur, miðstig, framhalds, fagfólk

 

Á mynd: Gógó Starr 

Fjaðravængir

Fjaðravængir eru allra vinsælustu burlesque-leikmunirnir en að vinna með þá krefst mikillar tækni og útsjónarsemi. Fullkomið ef þú vilt prófa áður en þú ákveður að kaupa þér svona dýrt leikfang. Fyrir þennan tíma verðum við að vera í alvöru dansstúdíói þar sem þetta er plássfrek vinna! Ég get lánað þér fjaðravængjapar ef þú átt ekki svoleiðis, og kostar leigan 3000 krónur.

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

Screen Recording 2022-02-06 at 17.22.25.mov-high.gif

Sloppin í sloppinn

Nýjasta æðið eru sloppar í anda Catherine D'Lish. Þeir eiga það til að gleypa þau sem í þeim dansa. En hvernig á að sveipa þessu skrímsli um sig og leika sér að því? Komdu í þínum eigin eða ég get lánað þér slopp fyrir tímann fyrir 3000 krónur aukalega. Ég á gimsteinsgrænan (sjá gif), ljósbláan og gulan (sem er vegan, s.s. ekki með fjöðrum). Fyrir þennan tíma verðum við að vera í alvöru dansstúdíói þar sem þetta er plássfrek vinna!

Stig: Framhalds, fagfólk

Screenshot 2022-02-08 at 12.30.55.png

Að búa til sýningu

Hjálp við uppsetningu á sýningu, fjölmiðlaumfjöllun, fjárhagsáætlun, tækniupplýsingar og slíkt. Þessi tími er ætlaður hópum, svo það þarf ekki að borga aukalega.​ Við þurfum ekki að gera sömu mistökin og í þessum tíma mun ég kenna öll mín leyndarmál.

Stig: Miðstig, framhalds, fagfólk

bottom of page