Acerca de
Veislustjóranámskeið fyrir brúðkaup
21. apríl
kl. 15-17 í Kramhúsinu (17-18 optional barferð á Kramber fyrir þau sem vilja spyrja meir)
kl. 20-22 í gegnum google meet
Margrét Maack er einn vinsælasti veislustjóri landsins. Hún er bókuð nokkuð langt fram í tímann en finnur fyrir því að það vantar nýtt blóð á markaðinn. Námskeiðin nú í vor eru sérsmíðuð utan um brúðkaup en fram koma punktar sem henta annars konar veislum svo sem árshátíðum, afmælum og slíku.
Farið verður yfir veislustjórn frá ýmsum hliðum; hvers er ætlast til af veislustjóra, gildrur til að varast, samskipti við brúðhjón, þjóna, eldhús og aðra skemmtikrafta; að búa til efni, að raða upp dagskrá og margt fleira. Margrét tekur lífinu almennt létt, en skemmtanahaldi grafalvarlega.
Skráning fer fram hér að neðan.
Vertu með blað og penna eða ipad/tölvu til að skrifa punkta. Endilega undirbúðu spurningar til að þú fáir sem allra mest út úr námskeiðinu.
Verð: 20.000 krónur - ef þið eruð tvö saman á zoom-spjallinu er verðiði 30.000.
Þú færð sendan reikning í heimabanka, skráning telst fullgild þegar hann hefur verið greiddur.
Síðasti séns til að fá endurgreitt eða fá reikning niðurfelldan er fjórum dögum fyrir námskeið. Með því að skrá þig samþykkirðu þessa skilmála.
Skráðu þig
🇬🇧 Please note that the workshops are Icelandic. There have been several people asking for the workshop in English, and I will probably put that up in the fall. Please email me if you want me to keep you posted for that.
"Margrét stýrði árshátíð hjá okkur á einstaklega faglegan hátt. Hún var fyndin, frumleg og náði salnum í stuð á örskömmum tíma. Hún stýrði einnig dagskránni svakalega vel og allt gekk upp eins og í sögu. Það er alveg frábært að láta svona kvöld í hendur á þessari miklu fagmanneskju og fá að slaka á og skemmta sér eins og allir aðrir gestir.”- Tinna Pétursdóttir, Men&Mice
“Ég hef setið sem gestur í veislu þar sem Margrét Erla Maack var veislustjóri og get sagt að hún var fyndin, skemmtileg, hugmyndarík og ógeðslega hress. Mæli sterklega með henni.”
- Þorsteinn Guðmundsson, grínisti
“Held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á árshátíð eins og þegar Margrét var veislustjóri!”
- Dóra Björg, Elko
“Ef það væri nú bara hægt að klóna þessa konu!! Ég er ekki frá því að líf allra verði örlítið betra eftir að upplifa veislu sem hún veislustýrir - ég veit allavega að það er mín reynsla!”
- María Dís, Opnum kerfum
“Ég var á KSÍ þinginu 2019, þar sem Margrét skemmti og plötusnúðaði. Ég og minn maður okkur konunglega! Besta þing sem ég hef farið á - og við erum búin að fara í 20 ár!!”
- Náði ekki nafninu á þessari
Jæja það kom að því, ég var veislustjóri seinasta laugardag og Jerimías hvað ég er kát að hafa náð að fara á námskeið til þín fyrst!
Takk fyrir að hafa byggt upp sjálfstraustið mitt í þetta hlutverk, takk fyrir að hafa gefið mér ómetanleg tips and tricks og takk almennt fyrir að vera algjör snillingur og mega peppari!!!
Þetta gekk allt einsog í sögu
Takk kærlega fyrir mig!
- Ársól Þóra