top of page

Fjarlesque - fjarkennslutímar í burlesque í maí 2020

Ertu eins og ég, alveg að morkna heima? Þá er hér komin lausn. Internettímar í burlesque-dansi og fræðum sem henta byrjendum jafnt sem lengra komnum. Kennarar eru heimsklassa-burlesquedansarar og þetta er einstakt tækifæri til að læra ekki bara af þeim bestu, heldur líka þeim skemmtilegustu.

Tímarnir eru á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 21 og fara fram í gegnum zoom. Ef þú "kemst ekki í tímann" þá er hann aðgengilegur eftir að tíma lýkur á google drive og þú færð sendan hlekk. Já, ég veit að þetta er seint um kvöld, en ég er með eina 7 mánaða svo ég þarf að raða lífinu í kringum hana. Hægt er að kaupa bara mánudagstímana, bara miðvikudagstímana eða alla tímana. Fyrsti tíminn á námskeiðinuí, , 4. maí er ókeypis - en það þarf samt að skrá sig í hann til að fá zoom-hlekkinn.

Verð:

Allir tímarnir: 9300 krónur
Miðvikudagstímar: 51 krónur

Mánudagstímar: 5100 krónur

​Mánudagstímar:                                                      

11. maí: Burlesque History með Dirty Martini

18. maí: Booty Tricks með Peekaboo Pointe

25. maí: Music Analysis með Julie Atlas Muz

​Nánar má lesa um tímana hér fyrir neðan.

Miðvikudagstímar:

6. og 13. maí: From Basic to Bombshell

með Edie Nightcrawler

20. maí: Body Love með Jezebel Express

27. maí: Gogorobics með Angie Pontani

Mánudagstímar    miðvikudagstímar

Dirty-Martini-Swan-by-Steven-Menendez-sm

11. MAÍ: BURLESQUE HISTORY MEÐ

DIRTY MARTINI

Ein stærsta burlesque-stjarna samtímans fer yfir sögu burlesquesins á einstakan hátt. Tíminn getur teygst í meira en klukkutíma. Einstakt tækifæri til að dreypa á viskubrunni í kvennasögu sem sjaldan er sögð.

11754315_944148565642288_481752077270716

18. MAÍ: BOOTY TRICKS MEÐ PEEKABOO POINTE

Þetta er tvímælalaust skemmtilegasti burlesquetími sem ég hef tekið á ævinni og ég hef tekið hann þrisvar og ætla sko aftur núna! Frábær trix sem koma sér vel í (næstum) öllum samkvæmum eftir að samkomubanni lýkur.

Julie_Atlas_Muz.jpg

25. MAÍ: MUSIC ANALYSIS AND NOTATION TECHNIQUE MEÐ JULIE ATLAS MUZ 

How to break down music so that it’s easy to choreograph and 

no longer intimidating

Ógeðslega góður tími með lifandi goðsögn Neo-Burlesquesins. Ef þið eruð byrjendur, ekki láta nafnið hræða ykkur! Og ef þið stefnið alls ekki upp á svið er tíminn samt skemmtileg stúdía á hvernig burlesque-atriði verður til.

photo-+Steven+Love+Menendez.jpeg

6. OG 13. MAÍ: FROM BASIC TO BOMBSHELL I MEÐ EDIE NIGHTCRAWLER

Fyrri tími með einum af aðalkennurum New York School of Burlesque sem fer yfir hvernig við förum úr basic bitches yfir í ofurdívur. Grunnsporin tekin skrefinu lengra. Áhersla er lögð á sjálfsöryggi og samhæfingu. Edie Nightcrawler er bæði nútímadansari og burlesque-performer og þessi tími er sérstaklega góður fyrir þær sem vilja slípa dansinn.

jez Kabarett-38.jpg

20. MAÍ: BODY LOVE BURLESQUE MEÐ JEZEBEL EXPRESS 

Exploring different parts of the body and appreciating them

Gleðibomban og seið(andi)konan Jezebel Express er yfirkennari New York School of Burlesque. Jezebel hefur oft komið til Íslands og þekkir íslensku senuna vel og hvernig við viljum læra. Tíminn fer yfir hvað gerir okkur einstakar og hvernig við leggjum áherslu á það sem við viljum flagga. If you got it - flaunt it! Einnig er farið í sjálfsöryggisæfingar.

wOoGavLR_400x400.jpeg

27. MAÍ: GOGOROBICS MEÐ ANGIE PONTANI

Angie er algjört skrímsli á gógóboxinu. Skemmtilegur svitatími með 60s gógóklisjum. Dúndurfjör og brennsla með skemmtilegri tónlist. Mælum með að túpera hárið! 

bottom of page