BURLESKFERÐIR TIL NEW YORK
Tvær dagsetningar í boði:
16.-20. nóv 2022 UPPSELT
(hægt að skrá sig á biðlista)
17.-21. maí 2023 UPPSELT
(hægt að skrá sig á biðlista)
Allt það besta sem New York,
borg allra borga, býður upp á:
Sýningar - matur - námskeið
burlesk - drag - sirkus
Fararstýrur: Margrét Maack og Gógó Starr
„Ég kveikti ekki alveg á New York, þangað til ég fór í burlesk-ferð með Dömum og herra, þar sem Margrét raðaði upp hlaðborði af skemmtun, mat, leik, list og lærdómi. Minn helsti kvíði á ferðalögum er að missa af góðum veitingastöðum og velja ekki rétt - en í svona ferð er tíminn og vesenið sem fer í að meta hvar skuli borða í algjöru lágmarki. Svo er nóg af frítíma líka til að kjarna sig utan hóps og kynnast borginni á sínum forsendum. Mæli með.“
- Brynhildur Björnsdóttir
Hópur í tíma í New York School of Burlesque með Dirty Martini
Ferðaplan
Hér er loðið ferðaplan. Planið mun taka mið af þeim sýningum sem í boði eru í New York þegar við förum. Þegar við förum út að borða er vín og annað áfengi ekki innifalið.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er í boði, það er ekki gaman að fara til New York í of stórum hóp!
Innifalið er:
Flug og gisting (en hægt að bóka bara gistingu og prógramm, sjá neðar).
Transport til og frá flugvelli í New York (ekki á Íslandi).
Fimmtudagur: Burlesktími, hádegismatur, kvöldmatur, sýningar um kvöldið.
Föstudagur: Morgunmatur, Tenement Museum, túr um Slipper Room og spjall við performera, kvöldmatur, sýning.
Laugardagur: Frjáls dagur - ferðalangar ráðstafa honum sjálfir.
Sunnudagur: Burlesk bröns
Hver og einn ferðalangur fær cash til að tipsa gógódansara og í transportstyrk fyrir lestir og leigubíla, sem ræðst af sölu á fjáröflunarsýningu.
Miðvikudagur
17:00 flug frá Keflavíkurflugvelli.
19:00 Lent í New York að staðartíma.
Frjálst kvöld en fólk er hvatt til að reyna að halda sér vakandi til miðnættis til að koma líkamsklukkunni á rétt ról.
Laugardagur
Frjáls dagur sem ferðalangar ráðstafa sjálfir.
Fimmtudagur
11:00: Burlesktími í New York School of Burlesque
Hádegismatur á Yuca Bar, suðuramerískum tapasbar
Frjáls tími en í boði að fara með Gógó Starr í Garnment District.
19:00 kvöldmatur (ákveðum hvar þegar við vitum hvaða sjóv eru í boði)
Kvöld: Sýningar - hægt að velja um að fara á burlesk-sýningu með Margréti eða dragsýningu með Gógó.
Hittumst á Slipper Room að þeim sýningum loknum fyrir þau sem vilja halda áfram.
Sunnudagur
Morgun: Pakka sér saman, frjáls tími
13:00 Burlesque Brunch!
16:30 Leggja af stað út á völl
Föstudagur
Morgunmatur á Kossars beyglustaðnum og Donut Plant
Tenement Museum - safn um gömlu New York með frábæra labbitúra. Fáum líklega sérsmíðaðan túr!
Frjáls tími
18:00 hittumst í lobbýi hótelsins og löbbum saman á Slipper Room.
Skoðunartúr um Slipper Room og spjall við legends.
Borðað í nágrenninu.
21:30 Slipper Room Show! (sem er alveg til 4 um nóttina, frjálst að fara heim þegar fólk verður þreytt)
Mánudagur
6:30 Lenda í Keflavík og taka á móti hversdeginum með gleði.
Mæli með að taka frí í vinnu þennan dag ef hægt, annars fá að mæta á hádegi.