top of page

BURLESKFERÐIR TIL NEW YORK
Tvær dagsetningar í boði:
16.-20. nóv 2022 UPPSELT

(hægt að skrá sig á biðlista) 
17.-21. maí 2023 UPPSELT

(hægt að skrá sig á biðlista)

Allt það besta sem New York,
borg allra borga, býður upp á:
Sýningar - matur - námskeið
burlesk - drag - sirkus 


Fararstýrur: Margrét Maack og Gógó Starr

„Ég kveikti ekki alveg á New York, þangað til ég fór í burlesk-ferð með Dömum og herra, þar sem Margrét raðaði upp hlaðborði af skemmtun, mat, leik, list og lærdómi. Minn helsti kvíði á ferðalögum er að missa af góðum veitingastöðum og velja ekki rétt - en í svona ferð er tíminn og vesenið sem fer í að meta hvar skuli borða í algjöru lágmarki. Svo er nóg af frítíma líka til að kjarna sig utan hóps og kynnast borginni á sínum forsendum. Mæli með.“
                                               - Brynhildur Björnsdóttir
80997708_10162728885055285_2870073296680910848_n.jpg
Colorful Bird
Hópur í tíma í New York School of Burlesque með Dirty Martini
Ferðaplan

Ferðaplan

Hér er loðið ferðaplan. Planið mun taka mið af þeim sýningum sem í boði eru í New York þegar við förum. Þegar við förum út að borða er vín og annað áfengi ekki innifalið.

Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er í boði, það er ekki gaman að fara til New York í of stórum hóp!

Innifalið er:
Flug og gisting (en hægt að bóka bara gistingu og prógramm, sjá neðar).

Transport til og frá flugvelli í New York (ekki á Íslandi).

Fimmtudagur: Burlesktími, hádegismatur, kvöldmatur, sýningar um kvöldið.
Föstudagur: Morgunmatur, Tenement Museum, túr um Slipper Room og spjall við performera, kvöldmatur, sýning.
Laugardagur: Frjáls dagur - ferðalangar ráðstafa honum sjálfir.

Sunnudagur: Burlesk bröns

Hver og einn ferðalangur fær cash til að tipsa gógódansara og í transportstyrk fyrir lestir og leigubíla, sem ræðst af sölu á fjáröflunarsýningu.

Sunset Over Manhattan

Miðvikudagur

17:00 flug frá Keflavíkurflugvelli.

19:00 Lent í New York að staðartíma.

Frjálst kvöld en fólk er hvatt til að reyna að halda sér vakandi til miðnættis til að koma líkamsklukkunni á rétt ról. 

Museum-of-the-City-of-New-York-Lost-in-Old-New-York-Manhattan-New-York-6_edited.jpg

Laugardagur

Frjáls dagur sem ferðalangar ráðstafa sjálfir.

Screenshot 2022-05-07 at 15.14.35.png

Fimmtudagur

11:00: Burlesktími í New York School of Burlesque

Hádegismatur á Yuca Bar, suðuramerískum tapasbar

Frjáls tími en í boði að fara með Gógó Starr í Garnment District.

19:00 kvöldmatur (ákveðum hvar þegar við vitum hvaða sjóv eru í boði)
Kvöld: Sýningar - hægt að velja um að fara á burlesk-sýningu með Margréti eða dragsýningu með Gógó.

Hittumst á Slipper Room að þeim sýningum loknum fyrir þau sem vilja halda áfram.

Sunnudagur

Morgun: Pakka sér saman, frjáls tími

13:00 Burlesque Brunch! 

16:30 Leggja af stað út á völl

slipper1554396_471353112973536_298197951_n.jpg

Föstudagur

Morgunmatur á Kossars beyglustaðnum og Donut Plant

Tenement Museum - safn um gömlu New York með frábæra labbitúra. Fáum líklega sérsmíðaðan túr!

Frjáls tími
18:00 hittumst í lobbýi hótelsins og löbbum saman á Slipper Room. 

Skoðunartúr um Slipper Room og spjall við legends. 

Borðað í nágrenninu.

21:30 Slipper Room Show! (sem er alveg til 4 um nóttina, frjálst að fara heim þegar fólk verður þreytt)

reykjavik-iceland-shutterstock_398496772-1024x683.jpg

Mánudagur

6:30 Lenda í Keflavík og taka á móti hversdeginum með gleði.

Mæli með að taka frí í vinnu þennan dag ef hægt, annars fá að mæta á hádegi.

KOMDU MEÐ

Í hvora ferðina viltu fara?
Hvort má bjóða þér?

Seinni valkosturinn er frábær fyrir þær sem vilja vera lengur og fá meira úr ferðinni eða vilja bóka flugmiðana sjálfar, t.d. vegna þess að þær vilja vera á Saga Class eða taka með sér fleiri en eina inntékkaða tösku. Það er ekki í boði að gista annars staðar í þessum ferðum, þar sem bið- og flækjustig verður mikið ef við erum ekki allar á sama stað.

Hvernig viltu borga? Ég ákvað að smyrja ekkert á þrátt fyrir greiðsludreifingu. Einnig munum við gera fjáröflunarsýningu fyrir hvora ferð sem fer í extralúxus.

Ef þú ert á biðlista verður ekki rukkað fyrr en þú hefur verið staðfest í ferðina. 

Fyrir nóvemberferð
Fyrir maíferð

Skilmálar:
1. Margrét Erla Maack er ekki ferðaskrifstofa, svo endurgreiðsla eftir að flug hefur verið bókað er ekki möguleiki.

Flug fyrir nóvemberferð er bókað eins fljótt og hægt er, í júlí eða ágúst. Flug fyrir maíferðalag er bókað í janúar eða febrúar.

Mögulega gætuð þið selt öðrum ykkar pláss og borgað nafnabreytingu á miða sjálfar. 

2. Með því að skrá þig í ferðina og veita upplýsingar um matarpreferensa gefur þú Margréti Erlu Maack fullt traust til að búa til geggjuðustu ferð í heimi. 

3. Að lágmarki 8 verða að skrá sig svo af ferðinni verði.

4. Góða skapið verður að vera meðferðis.

5. Að ferðast til Bandaríkjanna krefst þess að þú fyllir út ESTA-form, sem þú sérð sjálf um að fylla út. Sömuleiðis sérð þú um að hafa covid-skjöl tilbúin (bólusetningarvottorð og jafnvel hraðpróf áður en haldið er af stað). 

6. Ferðin er eingöngu í boði fyrir þau sem hafa komið á burlesknámskeið hjá Margréti, ekki t.d. maka eða vinkonur. 

7. Það þarf ekki að taka þátt í öllu prógramminu, t.d. ef þið viljið hitta vini, sjá leikhús eða lendið á séns með djögglara. Ferðin kostar 240.000 og það er undir ykkur komið ef þið viljið sleppa einhverju sem er innifalið, ekki er veittur afsláttur eða endurgreiðsla ef þú ákveður að sleppa einhverju.

8. Við munum gista í AirBnB eða á hóteli, og í sönnum burlesk-anda verður ef til vill þröngt um okkur, tvær til fjórar saman í herbergi. Gisting verður valin af kostgæfni miðað við prógrammið. 

Takk fyrir skráninguna! Ég verð í sambandi og rukkanirnar mæta í heimabankann.

Skráning
bottom of page