top of page

Akureyri 24.-26. feb

24. feb:
Sýning með Dömum og herra, staðsetning óákveðin
25. feb:
14:00 Chicago-danstími með dansara úr sýningunni
18:00 Næs út að borða
20:00 Chicago í Samkomuhúsinu -
ennnnndilega vera í búning
Umræður eftir sýninguna með Þórdísi Björk, Björgvini Franz og fleirum.
Allt ofantalið er innifalið.

Gestir koma sér sjálfir á staðinn, hvort sem fólk vill fljúga eða aka. Áfengir drykkir borgast af hverjum og einum. Ef verðurtepping á sér stað verður ferðinni frestað og Margrét tekur á sig þann aukakostnað sem felst í að endurskipuleggja það sem er í prógramminu. Gist verður miðsvæðis á Akureyri.
​Síðasti séns til að skrá sig í ferðina er 14. nóv.

Hópur í tíma í New York School of Burlesque með Dirty Martini

Ferðaplan

Hver eru skráð?

KOMDU MEÐ

Hvað viltu sofa mikið á Akureyri?
Hvernig viltu borga?

Skilmálar:
1. Margrét Erla Maack er ekki ferðaskrifstofa, svo endurgreiðsla eftir að gisting hefur verið bókuð er ekki möguleiki. Gisting verður bókuð 14. nóvember.

2. Ef ferð er frestað vegna veðurs tekur Margrét á sig aukakostnað og verður önnur helgi valin. Ef hún hentar ekki færðu endurgreitt.

3. Að lágmarki 8 verða að skrá sig svo af ferðinni verði.

4. Góða skapið verður að vera meðferðis.

5. Það þarf ekki að taka þátt í öllu prógramminu, t.d. ef þið viljið hitta vini, sjá leikhús eða lendið á séns. Ferðin kostar það sem hún kostar og það er undir ykkur komið ef þið viljið sleppa einhverju sem er innifalið, ekki er veittur afsláttur eða endurgreiðsla ef þú ákveður að sleppa einhverju.

6. Við munum gista í AirBnB, bakpokagistingu eða á hóteli, og í sönnum burlesk-anda verður ef til vill þröngt um okkur, tvær til fjórar saman í herbergi. Gisting verður valin af kostgæfni, ekki verður gist með ókunnugum í herbergi.

Takk fyrir skráninguna! Hún er móttekin. ÞÚ FÆRÐ EKKI STAÐFESTINGARPÓST FYRR EN ÉG HEF FARIÐ HANDVIRKT YFIR SKRÁNINGUNA. Ég verð í sambandi og rukkanirnar mæta í heimabankann.

Skráning
bottom of page