Þegar ég svara fyrirspurnum fer svarið stundum í ruslapósthólfið. Athugið þar ef þið hafið ekki fengið svar frá mér eftir 48 tíma.
Burlesk workshop haust 2024
Lúxus-burlesk workshop í svartasta skammdeginu með Lolita VaVoom berlínar-burlesque-dívu og Margréti Maack, móður íslensku burlesk-senunnar. Tímarnir eru kenndir í Kramhúsinu.
23. nóvember - Workshop með Lolita VaVoom
13:30 Fosse Foundations! 90 mínútur - 4900 kr
15:15 Foxy Floorwork! 90 mínútur 4900 kr
Báðir tímar saman: 7900
10. desember
19:30-22:00 Brjóstadúskar með Margréti Maack - 10.000 kr
Tveir og hálfur tími. Við gerum okkar eigin brjóstadúska og í lærum svo að nota þá! Allur efniviður skaffaður en ef þú vilt koma með sérstakt efni, gimsteina eða dúska, endilega koma með!
Allir þrír tímarnir + Miði á Kjallarakabarett þegar þér hentar: 17.000
___________________
ENGLISH:
Burlesque workshops in the darkness to lighten your spirits with Lolita VaVoom, one of Berlin's leading burlesque dancer and producer, and Margrét Maack, the mother of the Icelandic burlesque scene.
Nov 23rd - Workshops with Lolita VaVoom
1:30pm Fosse Foundations! 90 minutes - 4400 kr
3:15pm Foxy Floorwork! 90 minutes 4400 kr
Both classes together: 7900
Dec 10th
7:30-10pm Tassel making and twirling with Margrét Maack - 10.000 kr
A holiday crafts workshop for the books! We'll make our own tassels and then learn to use them! Workshop could go on for longer. Depends on your craftmanship! All meterial provided but if you want to bring special fabric/stones/tassels please do!
All three classes together + a ticket for Kjallarakabarett: 17.000
Þú skráir þig í gegnum formið hér að ofan og ég hef svo samband innan sólarhrings. Nánar um dansstílana er að finna örlítið neðar á síðunni. Allir tímar miða að byrjendum en eru þannig að fólk með reynslu hefur mjög gaman að þeim.
Athugið að tímarnir henta konum með barn undir belti, ef þær eru ekki með grindargliðnun og eru almennt hraustar.
Síðasti séns til að skrá sig er 3. sept, daginn áður en námskeiðið hefst. Ég minni þó á að það er takmarkað pláss í tímana svo ég hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst til að missa ekki af plássi. Sömuleiðis að ef þú þarft að hætta við og fá endurgreitt er síðasti dagur til að fá endurgreitt 2. sept.
23. nóv
kl. 13:30
Lolita VaVoom:
Fosse Fundamental
Bob Fosse var leiðandi danshöfundur á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum og er enn þann dag í dag innblástur dansara og sérstaklega í burleskinu. Hann er þekktastur fyrir vinnu sína í Sweet Charity og Cabaret. Í þessum tíma er farið yfir grunnatriði stílsins og kennd er burlesk-rútína sem er innblásin af honum.
English
Bob Fosse was a groundbreaking choreographer in the 1950s, 60s, and 70s. His sleek moves and specific style inspired dancers from all walks of life, including burlesque in the Golden Age. Best known for choreographing musicals like Sweet Charity and Cabaret, the foundations of Fosse style are integral to any movement. Come learn the basics of Fosse’s signature style as well as a burlesque routine inspired by the timeless musicals he was known best for.
23. nóv
kl. 15:15
Lolita VaVoom:
Foxy Floorwork
Gólftækni bætir miklum sexíi við burleskatriði EN! Hvernig er best að koma sér þokkafullt niður á gólf? Og hvað á ég svo að gera þar? Og hvernig stend ég upp aftur? Lolita hefur einstakt lag á að laga hreyfingar og tækni að fjölbreyttri hreyfigetu. Og þó að fá svið á Íslandi henti fyrir gólftækni þá er hún góð upp á flæði og styrktarþjálfun.
English
Floorwork can be a sexy addition to any burlesque routine, but... how do I get down there, and what do I do once I am!? Lolita will cover all of that and more!
In this 90 minute (can be adjusted) workshop, Lolita will go over stretching and strengthening to build and sustain the muscles required for successful floor work, go over various transitions to and from the floor, and give you the tools to create smooth and sexy floor work that works for YOU. Lolita will always take in to consideration any difficulties you may have with knees, elbows, backs, and more.
Class will begin with a warm up, stretch and strengthening, and culminate in a short routine incorporating floorwork. Please bring kneepads, clothes that are easy to move in, and a water bottle.
15:30
BURLESQUE
Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár og er Margret frumkvöðull formsins á Íslandi. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Örsnöggt farið yfir sögu burlesquesins, upphitun, grunnspor og dans við lagið Why don't you do Right? með Julie London.
Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar, dansskór sem fara vel með gólf eða berfættar.
Lengd tíma: 60 mín
Um Margréti
Margrét hefur starfað sem danskennari í 17 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.
Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.
Margrét hefur einnig starfað í fjölmiðlum og hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV, Stöð 2 og starfar nú á Hringbraut.
Umsagnir
"Mér fannst frábært að fá innlit í sögu dansana og tenginguna milli þeirra, hefði ekki vilja missa af neinu í þessari upplifun. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu mikil sjálfstyrking, pepp og húmor var í gangi."
"Ég kveið mjög fyrir að mæta, því ég er algjörlega hreyfiheft með öllu, en svo var bara svo gaman!"
"Þetta reyndi á alla þætti likamans; andlega og líkamlega. Ég fór alsæl heim 😍 sæl, þreytt og glöð, og algjörlega tilbúinn að fara á fleiri svona námskeið 😀"
"Mjög skemmtilegt. Fannst álagið alls ekki mikið þegar við vorum að dansa en var samt alveg þreytt eftir þessa 3 tíma. Takk fyrir mig 😃"
"Takk takk þú ert svo dásamleg fyrirmynd."
"Já vil þakka fyrir mig og VÁ hvað Margrét er góður og flottur dansari. Og hvað hún gat látið mig öðlast mikið sjálfstraust með líkamann minn á svona stuttum tíma.TAKK MARGRÉT ERLA SVO MIKIÐ❤"
"Takk fyrir að koma til okkar og komdu sem oftast. Þetta var alveg dásamlegt og nauðsynlegt að hrista aðeins uppí innri dívunni í okkur, nærandi fyrir líkama OG sál <3"
"Ég var rosalega ánægð með tímana og finnst Margrét rosalega blátt áfram, lífleg og góður kennari. Hlakka til að gera meira 🙂"
Algengar spurningar
"ÉG KANN EKKI
AÐ
DANSA"
Ég hef engan dansbakgrunn, er með tvo vinstri fætur og er taktlaus.... get ég mætt? Uh, frábært! Ég sérhæfi mig í að kenna fólki eins og þér. Ef allir kynnu að dansa væri ég atvinnulaus. Oftast snýst þetta um samhæfingu og hana er hægt að læra og æfa og feika. Ég kenni ykkur að vinna með það sem þið getið og hafið.
ERU TÍMARNIR
BARA FYRIR KONUR?
Langflest sem mæta eru konur en öll eru velkomin sem taka þátt í tímanum með gleði og það markmið að læra eitthvað.
ALDURS-
TAKMARK
Er aldurstakmark? Börn eru mismunandi eins og þau er mörg. Leiðbeinandi aldurstakmark er 13 ára. Ég tala mikið um grindarbotn, samfarahreyfingar og slíkt, svo þið berið ábyrgð á ykkar barni. Burlesque-ið er þó í grunninn strippdans, svo þar er 18 ára aldurstakmark. Og það er ekkert aldurstakmark í hina áttina!
ÁHORFENDUR
Má ég koma að horfa? Nei - eins og segir í Friends: You dance a dance class. Danstíminn er fyrir þau sem taka þátt. Mjög oft er fólk að stíga út fyrir þægindarammann og það passar ekki að það séu áhorfendur.
LÍKAMLEGT
ÁLAG
Er erfitt að taka tvo, jafnvel þrjá tíma í röð? Erfiðleikarnir felast aðallega í einbeitingu, en á laugardeginum er korters pása á milli tímana til að fríska sig við. Á föstudeginum er markmiðið að dansa af sér vikuna, og þeir tímar eru ákveðin útrás. Á laugardeginum er magadansinn rólegur, Beyoncé er svitatími og burlesque-ið er rólegt. Þegar ég hef komið með svona dansdag er um það bil helmingur þáttakenda sem taka tvo eða fleiri tíma.
Þú þekkir líkamann þinn best og hans mörk. Það er auðvelt í danstíma að taka því rólega eða gefa í sitt á hvað, aðeins stíga til hliðar ef álagið er mikið og vera í rýminu þar sem þér líður best.