Það voru ekki liðnar 5 mínútur af fyrsta tímanum þegar ég hóf að dansa sem aldrei fyrr. Þessar fyrstu mínútur voru skemmtilegri en öll fjórtán árin mín í ballet til samans og eftir tímann skokkaði ég sveitt og hamingjusöm heim. Ég bæði lærði að dansa á nýjan hátt og að meta líkama minn. Allt í einu spilaði hamborgararassinn minn lykilhlutverk í danssporum, aldrei hefði ég trúað því. 

- Anna Margrét, nemandi

Ég kenni dansnámskeið í Kramhúsinu, sem hefur verið kallað G-blettur 101, og ekki að ástæðulausu. Í Kramhúsinu er líkamsvirðing í hávegum höfð og virðing er borin fyrir því að fólk kemur á dansnámskeið á alls konar forsendum, og fyrst og fremst til að rækta geðið. Ég tek einnig við hópum í sérsniðna hópatíma, t.d. vinnustaða- eða vinahópa, gæsa- eða steggjapartý

​Ég er í fæðingarorlofi frá föstum dansnámskeiðum út 2019 en stefni að því að vera aftur farin að kenna námskeið, að minnsta kosti eitthvað, í janúar 2020. Ef þú vilt að ég hnippi í þig þegar skráning á næstu námskeiðin mín byrjar, þá geturðu fyllt út þetta form hér að neðan:

 

Kramhúsið

Gella sig í tíma