top of page
Skráning
Danstímar á Hellu 18. sept

Ég verð með þrjá danstíma í íþróttamiðstöðinni á Hellu 18. sept:

12:30: Bollywood

13:45 1920s / Charleston 

15:00 Tina Turner 

Einn tími kostar 3500, tveir tímar kosta 6000 og þrír tímar kosta 7500.

Skráning

Takk fyrir skráninguna. ​

Ég verð í sambandi

innan sólarhrings.

Á hvaða námskeið viltu skrá þig? Það má merkja við fleiri en eitt.

Margrét mun senda póst með greiðsluupplýsingum og skráning telst fullgild þegar greiðslu er lokið. Vegna covid er takmarkað pláss í tímana. Síðasti séns til að fá endurgreitt er 16. september. Ekki er hægt að biðja um endurgreiðslu eftir það.

Þú skráir þig í gegnum formið hér að ofan og ég hef svo samband innan sólarhrings. Nánar um dansstílana er að finna örlítið neðar á síðunni. Allir tímar miða að byrjendum en eru þannig að fólk með reynslu hefur mjög gaman að þeim.

Athugið að tímarnir henta konum með barn undir belti, ef þær eru ekki með grindargliðnun og eru almennt hraustar.

​Síðasti séns til að skrá sig er 17. sept, daginn áður en námskeiðið hefst. Ég minni þó á að það er takmarkað pláss í tímana svo ég hvet ykkur til að skrá ykkur sem fyrst til að missa ekki af plássi. Sömuleiðis að ef þú þarft að hætta við og fá endurgreitt er síðasti dagur til að fá endurgreitt 16. sept.

Um tímana
_edited.jpg

BOLLYWOOD

Litagleði, stemning og frábær tónlist! Bollywood eru indverskir kvikmyndadansar þar sem blandast saman indverskir dansar, tákndansar, commercial, magadans, jazz, diskó... svo fátt eitt sé nefnt. Einstakur bræðingur og fjör. 

Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Berfættar. Margrét kemur með peningabelti til að binda um mjaðmir... og nei, það þarf ekki að sýna magann frekar en hver og ein vill.

Lengd tíma: 60 mínútur

giphy-5.gif

1920s
Charleston

Bannárin, Gatsby, glamúr, perlur og fjaðrir! Algjör tímavél! 

Fatnaður: Gaman er að klæða sig í tímabilafatnað, en það er ekki nauðsynlegt! Margrét kemur með fjaðrir í hár fyrir þær sem vilja, en annars er gaman að vera með síða perlufesti og hanska!

Lengd tíma: 60 mínútur

GettyImages-1155593058.jpg.webp

TINA TURNER

Skemmtilegur tími sem endar að sjálfsögðu á dansi við Proud Mary. Hiti, sviti og snerpa! Og ekki láta aldur Tinu blekkja ykkur, þetta verða skemmtileg átök.

Fatnaður: Mjúkur fatnaður sem hindrar ekki hreyfingar. Innanhússíþróttaskór.

Lengd tíma: 60 mínútur

Um Margréti

Um Margréti

Margrét hefur starfað sem danskennari í 17 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi í tímunum þar sem geðrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.

Margrét hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Hún var sérstakur danskennari þýska handboltalandsliðs karla í upptakti Evrópumeistaramótsins í handbolta 2016. Árið 2018 var hún í danskórnum í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Margrét hefur farið í fjölda sýningarferðalaga sem burlesquedansmær um Evrópu og Bandaríkin og er fastaskemmtikraftur á hinum goðsagnakennda kabarettstað The Slipper Room í New York.

Margrét hefur einnig starfað í fjölmiðlum og hefur starfað við dagskrárgerð á RÚV, Stöð 2 og starfar nú á Hringbraut.

Umsagnir nemenda

"Mér fannst frábært að fá innlit í sögu dansana og tenginguna milli þeirra, hefði ekki vilja missa af neinu í þessari upplifun. Það sem kom mér skemmtilega á óvart var hversu mikil sjálfstyrking, pepp og húmor var í gangi."

"Ég kveið mjög fyrir að mæta, því ég er algjörlega hreyfiheft með öllu, en svo var bara svo gaman!"

"Þetta reyndi á alla þætti likamans; andlega og líkamlega. Ég fór alsæl heim 😍 sæl, þreytt og glöð, og algjörlega tilbúinn að fara á fleiri svona námskeið 😀"

"Mjög skemmtilegt. Fannst álagið alls ekki mikið þegar við vorum að dansa en var samt alveg þreytt eftir þessa 3 tíma. Takk fyrir mig 😃"

"Takk takk þú ert svo dásamleg fyrirmynd."

"Ja vil þakka fyrir mig og VÁ hvað Margrét er góður og flottur dansari.Og hvað hún gat látið mig öðlast mikið sjálfstraust með líkamann minn á svona stuttum tíma.TAKK MARGRÉT ERLA SVO MIKIÐ❤"

"Takk fyrir að koma til okkar og komdu sem oftast. Þetta var alveg dásamlegt og nauðsynlegt að hrista aðeins uppí innri dívunni í okkur, nærandi fyrir líkama OG sál <3"

"Ég var rosalega ánægð með tímana og finnst Margrét rosalega blátt áfram, lífleg og góður kennari. Hlakka til að gera meira 🙂"

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Screenshot 2021-08-14 at 23.07.17.png

"ÉG KANN EKKI
AÐ DANSA"

Ég hef engan dansbakgrunn, er með tvo vinstri fætur og er taktlaus.... get ég mætt? Uh, frábært! Ég sérhæfi mig í að kenna fólki eins og þér. Ef allir kynnu að dansa væri ég atvinnulaus. Oftast snýst þetta um samhæfingu og hana er hægt að læra og æfa og feika. Ég kenni ykkur að vinna með það sem þið getið og hafið.

Screenshot 2021-08-14 at 18.34.39.png

ERU TÍMARNIR
BARA FYRIR KONUR?

Langflest sem mæta eru konur en öll eru velkomin sem taka þátt í tímanum með gleði og það markmið að læra eitthvað.

733b62_7a88f1077536492a869c1ef5230d08a4~mv2_d_2048_1365_s_2.jpg

ALDURS-
TAKMARK

Er aldurstakmark? Börn eru mismunandi eins og þau er mörg. Leiðbeinandi aldurstakmark er 13 ára, en Bollywoodið hentar til dæmis alveg niður í 8-9 ára. Ég tala mikið um grindarbotn, samfarahreyfingar og slíkt, svo þið berið ábyrgð á ykkar barni. Og það er ekkert aldurstakmark í hina áttina!

213312737_334747351448149_8269686392406538046_n.jpg

​ÁHORFENDUR

Má ég koma að horfa? Nei - eins og segir í Friends: You dance a dance class. Danstíminn er fyrir þau sem taka þátt. Mjög oft er fólk að stíga út fyrir þægindarammann og það passar ekki að það séu áhorfendur.

61145817_2372929326277389_4820638758653132800_o.jpg

LÍKAMLEGT
ÁLAG

Er erfitt að taka tvo, jafnvel þrjá tíma í röð? Erfiðleikarnir felast aðallega í einbeitingu, en á laugardeginum er korters pása á milli tímana til að fríska sig við. Þegar ég hef komið með svona dansdag er um það bil helmingur þáttakenda sem tekur tvo eða fleiri tíma.

​Þú þekkir líkamann þinn best og hans mörk. Það er auðvelt í danstíma að taka því rólega eða gefa í sitt á hvað, aðeins stíga til hliðar ef álagið er mikið og vera í rýminu þar sem þér líður best.

bottom of page